Íhaldið talar með lungunum - ekki hjartanu

Það má vel vera að einhverjum þyki Sjálfstæðisstefnan sé það sem þessari þjóð sé fyrir bestu og í því ljósi gæti maður haft samúð með því meginsjónarmiði sem endurreisnarskýrsla íhaldsins lýsir.

En í raun er þetta ámátlegt yfirklór þegar litið er til niðurstöðu þeirra prófkjöra sem Sjálfstæðismenn héldu um síðustu helgi.

Allir frjálshyggjupésarnir sem boðuðu óbreytt viðhorf fengu fina kosningu. Lítil sem engin endurnýjun.

Hér eru íhaldsmenn því að tala með lungunum til að reyna að tosa fylgið upp, meðan þau skilaboð sem þeir gáfu með hjartanu í prófkjörunum eru allt önnur.


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Samlíking þessarar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins við málstað byssuglaðra hvítra Ameríkana og hins kolklikkaða Charlton Heston er skuggalega rétt.

NRA: „Guns don't kill people, people kill people"

NRA: „Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk"

XD: „Stefna drepur ekki hagkerfi heillar þjóðar, fólk drepur hagkerfi heillar þjóðar"


B Ewing, 20.3.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fyrir nokkrum árum kom ég í heimsókn til vinar míns og 5 ára dóttir hans kom til okkar og sagði einhverja vitleysu til þess að vekja á sér athygli. Pabbi hennar sagði við hana. ,, Nú ertu að bulla". Já svarði hún, ,,það má bulla á laugardögum". ´

Það er sannarlega laugardagur núna, en Gestur, þú ert meira en fimm ára og ættir að vera löngu hættur þessu.

Framsóknarflokkurinn varð að taka algjörlega til í sínu skipulagi, þar sem Framsóknarflokkurinn var ein rjúkandi rúst. Það er mitt mat að aðeins meiri kjölfesta hefði verið æskilegri.

Það hefði hins vegar mátt vera aðeins meiri endurnýjun bæði í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og í VG er ekki sjáanleg nein endurnýjun sem mun koma þeim í koll síðar.

Blaður eins og þú skrifar hér að ofan er eitt af því sem kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af.

Sigurður Þorsteinsson, 21.3.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

og í þessari svo kölluðu endurreisnarbók stendur orðrétt "einkaaðilum skulu færð aftur fyrirtæki sem nú eru í eign ríkisins". Ég hjó eftir orðinu færð. Þetta minnir óneitanlega á gamla tíma.

Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður: Ef þú telur það að halda kjölfestu að leiða til ábyrgðar menn sem hafa verið í klappliði ofurfrjálshyggjunnar og virðast ekki hafa haft neina gagnrýna hugsun gagnvart henni, hafa einmitt hagað sér eins og skýrsluhöfundarnir eru að gagnrýna, verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála.

Gestur Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég sagði já að það hefði verið æskilegra að í forystu Framsóknarflokksins hefðu einnig valist menn með reynslu, þeir hefðu skapað kjölfestu. Þú getur kallað gamla liðið í Framsókn ofurfrjálshyggjulið, en oft hafa þeir verið flokkaðir undir ofursukkara. Verkefni eins og kvótakerfið er á verkefnalistanum, Kárahnjúkavirkjun, 90% lán Íbúðarlánasjóðs og sala IAV og Búnaðarbankans. Listinn er langur.  Framsóknarmenn voru á síðasta þingi, að segja að nú þarf að stokka upp. Kjósendur hafa sagt flokknum að breytinga sé þörf. Þú getur kallað liðið þitt ofurfrjálshyggjusukkara ef þér líður betur með það, en ég held að kjósendur nenni ekki að fjalla um pólitík i þeim anda.

Sigurður Þorsteinsson, 21.3.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óttalegir útúrsnúningar eru þetta í þér Sigurður.

Það er rétt hjá þér að afrekalisti Framsóknar er langur og flest hafa þau orðið þessari þjóð til gæfu, en eins og Arnór núverandi aðstoðarseðlabankastjóri sagði, þá voru gerð mistök að gera ekki ráð fyrir útlánaaukningu í tengslum við einkavæðingu bankanna í efnahagsstjórninni.

Hún hefði ekki átt að koma mönnum á óvart.

Gestur Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband