Loksins komin ábyrg stjórn á borgina

Það er alveg með ólíkindum hversu mikil breyting hefur orðið á stjórn borgarinnar síðan núverandi meirihluti tók við. Það er komin stjórn á borgina og verið er að taka á málum af ábyrgð  og festu og skýrum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar er náð í góðri samvinnu starfsmanna borgarinnar og stjórnmálamanna, þar sem grunnþjónustan er varin, gjaldskrár grunnþjónustu eru ekki hækkaðar og störf borgarinnar eru varin.

Hver segir svo að það skipti ekki máli hver sé við stjórnvölinn?

Minnihlutinn reynir eftir fremsta megni að þyrla upp ryki, en þrátt fyrir að búið er að draga úr útgjöldum um 6 milljarða verður minnihlutinn að grípa til útúrsnúninga til að réttlæta það að viðurkenna ekki hversu vel er að verki staðið. Ég ætla Svandísi og Degi það ekki að geta greint á milli fjárfestinga og rekstrar þegar þau bera saman sparnað í rekstri borgarinnar, t.d. í skólamálum og fjárfestingar t.d. í gatnakerfi borgarinnar, sem eru arðbærar um leið og þær halda atvinnuleysi niðri. Þess vegna hlýt ég að dæma þessa gagnrýni sem ómerkilegan útúrsnúning.

9. stundin í dagvistun er ekki grunnþjónusta. Sérstaklega ekki á atvinnuleysistímum, viðbótarkennsla eftir hefðbundinn skóladag ekki heldur, þótt vissulega sé sú þjónusta okkur foreldrum til þæginda.

En línan er skýr, fólk er samtaka í því að vinna saman, sem er afbragðs vitnisburður um stjórn Óskars Bergssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Það er ljós í myrkrinu ef miðað er við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er bloggfærsla horfin sem var hér í morgun?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvaða færsla?

Ég hef ekkert fjarlægt

Gestur Guðjónsson, 1.4.2009 kl. 22:36

3 identicon

Fyrirgefðu, ég er að rugla. (Ég hafði verið að lesa bloggið hjá Halli Magnússyni, þar er bloggfærslan sem ég hafði í huga.)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband