Grundvallaratriði áfallastjórnunar

Þegar áföll dynja á hefur mér verði kennt og reynst best í mínum störfum, að halda sig við það skipulag sem fyrir er og reyna að byggja á því þegar takasta þarf á við óvænt verkefni.

Þegar áfallið hefur dunið yfir og búið er að bregðast við því er hægt að yfirfara ferlið og koma með tillögur sem til framfara horfa.

Það virti Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin alls ekki í sínum viðbrögðum við bankahruninu við setningu neyðarlaganna, þar sem grundvallarreglum var breytt og aðilum mismunað eftir á og almennum gjaldþrotalög voru sett til hliðar. Þegar er búið að dæma lögin ólög einu sinni og eflaust á það eftir að gerast aftur, með ófyrirséðum kostnaði fyrir okkur öll.

Þetta sjónarmið tekur Róbert Spanó undir í grein sinni í tímariti lögfræðinga.

Þær breytingar á ráðuneytum sem nú er verið að undirbúa, rétt fyrir kosningar, í miðjum björgunaraðgerðum er einnig algerlega á skjön við þessa sjálfsögðu grundvallarreglu. Sama má segja um margt af því sem ríkisstjórnin er að leggja fram og tengist ekki beint björgunaraðgerðunum.

Björgun og endurreisn efnahagslífsins á að vera í algerum forgangi. Önnur mál verða til þess að slæva einbeitingu löggjafans, sem eykur líkur á mistökum þegar síst skyldi.

Stjórnlagaþing, sem Framsókn hefur sett í forgang, er einmitt til þess fallið að auðvelda Alþingi sín störf, því öllum má ljóst vera að eftir þetta hrun verður að fara yfir allan grunn stjórnskipunarinnar og koma með tillögur sem til framfara horfa. Með því að hafa stjórnlagaþing til hliðar við Alþingi er verið að leggja til að þjóðkjörnir einstaklingar semji nýja stjórnarskrá og beri hana undir þjóðina til samþykktar í þjóðaratkvæði, meðan Alþingi og ríkisstjórn sinna björgunaraðgerðunum og uppbyggingastarfinu.

Þessu berjast Sjálfstæðismenn gegn með oddi og egg - hræddir við að valdaspilaborg þeirra gæti hrunið að hluta til eða að öllu leiti.


mbl.is Mikilvægt að virða grundvallarreglur á umrótatímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef það á kalla til stjórnlagaþing, þarf þá að breyta öðrum greinum stjórnarskráarinnar?

það er kannski ekki við öðru að búast frá framsókn og vinstriflokkunum að þeir virði lýðræðið og lög í landinu. þeir eru jú jafnari en aðrir og lög og stjórnarskrá verður bara að víkja þegar þessir flokkar ákveða að breyta stjórnarskránni í annarsflokks kosningarloforð. 

Fannar frá Rifi, 4.4.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála. Í mínum huga er það óþarft. Stjórnlagaþingið á að sjá um allar breytingarnar.

Gestur Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband