Jóhanna: Nóg að gert fyrir heimilin!!!
4.4.2009 | 13:28
Ríkisstjórnin virðist ekki vilja fara að tillögum sem aðrir hafa komið fram með, eins og 20% tillögu Framsóknar sem er alger forsenda þess að þjóðin komist út úr þrengingunum.
Þessi aðgerð ein og sér, að heimila fjármálafyrirtækjum að hneppa heimili í skuldafangelsi með því að setja vanskilagjöld og dráttarvexti aftanvið lán og lækka afborganir með sömu aðferð, að lengja í lánum, án þess að lækka höfuðstól húsnæðislána, er enn eitt skrefið í átt til algers viðskiptasiðrofs sem manni fer að renna í grun að Samfylkingin og VG hafi hreinlega á stefnuskrá sinni. En aftur á móti væri þetta samkomulag gott innlegg í stærri aðgerðarpakka, sem því miður er ekki á leiðinni, því Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að nóg væri að gert fyrir heimilin í landinu.
Ekkert er gert við fólk fyrr en það er búið að brjóta viðskiptasamninga með því að hætta að borga af lánum, sem eru skilaboð um að venjulegt heiðarlegt fólk sem vill standa í skilum er ekki hjálpað fyrr en þeir láta viðskiptasiðferðið lönd og leið og gera sig að skussum.
Það er skaði sem mun taka áratugi að bæta.
Skrifað undir samkomulag um fasteignalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Greiðslujöfnunarvísitala og önnur úrræði, sem lækka greiðslubyrði um allt að 50% eru úrræði, sem fólki stendur til boða án þess að fara í vanskil. Það er oprðin ansi þreittur sá farsi að þeir, sem ekki eru tilbúnir til að taka ákvörðun um að einhver annar en skuldari eigi að greiða hluta af lánum hans vilji ekki gera neitt fyrir heimilin í landinu. Enn verri er sú ásökun að með því séu menn að láta eitthvað "viðskiptasiðferði" lönd og leið.
Skuldir hverfa ekki við einhverjar niðurfærsluleiðir. Þær færast bara yfir á aðra. Þar munu skattgreiðendur þurfa að bera stærstu byrðarnar enda þrufa þeir þá að bæta ríkisbönkunum og væntanlega öllum eða nánast öllum sparisjóðunum upp tapað eigið fé vegna þeirra aðgerða. Öðruvísi geta þær lánastofnanir ekki starfað áfram því þær þurfa að uppfylla skilyrði um eigið fé til að geta starfað eðlilega auk þess, sem búið er að ákveða með lögum að ríkissjóður ábyrgist innistæður í þessum lánastofnunum.
Einnig þarf að bæta Íbúðalánasjóði upp rýrnun á eignum hans nema menn fari þá leið að láta þá, sem lánað hafa Íbúðalánasjóð fyrir húsnæðislánunum bera kostnaðinn.
Sigurður M Grétarsson, 4.4.2009 kl. 13:50
Heill og sæll; Gestur, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma hans síðu og brúka !
Gestur ! Ég vil byrja á; að þakka þér fyrir að sýna okkur hinum, þá mannlegu taug, hver innra með þér býr, með þessum ágæta ritlingi.
Því miður; hygg ég þig, hafa nokkuð, til þíns máls, hvar Kommúnistar og kratar hafa löngum, verið þekktir að því einu, að hygla sér og sínum, á annarra kostnað, svo sem.
Sigurður M Grétarsson ! Svo sem; vænta mátti, virðist ekki hvarfla að þér, að hægt sé að breyta núverandi gutlara kerfi Íbúðalánasjóðs,, OG LENGJA HELVÍTIS LÁNIN, TIL 90 - 150 ÁRA, eða hvað ? Er ekki betra, þókt lopi teygist, að fólk hafi tök á, að borga minna, og jafnara, af lána standinu, fremur en, að halda við þetta morknaða núverandsi kerfi, dreng stauli ?
Ég hefi; bent á þennan möguleika, oftsinnis, á minni síðu, ágætu drengir, en,........ íslenzkar mannasetningar - hafa jú; svo oft, orðið að órjúfanlegum náttúru lögmálum - því er nú fjandans ver.
Ítreka enn; beztu þakkir, Gestur minn, fyrir þitt framlag.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
p.s. Minni ykkur á; ''Hvað segir Hudson ?'' á síðu Halldórs Jónssonar verkfræðings, frá kl. 13:45, í dag.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:12
núverandi átti að standa þar. Afsakið; piltar !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.