Jafnaðarmennska S og VG - allir hafi það jafn skítt

Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar telja að nóg hafi verið að gert fyrir fjölskyldurnar í landinu, þegar búið er að samþykkja þau frumvörp sem nú þegar hafa verið lögð fram. Ríkisstjórnin áformar að koma 200 fjölskyldum til hjálpar, meðan 18 þúsund manns eru atvinnulaus.

Spilin eru komin á borðið, engar heildstæðar tillögur til að reyna að fjölga þeim sem geta staðið í skilum.

Til heimili landsins hafi rétt á aðstoð til að halda húsnæði sínu, verða þau að vera komin í vanskil og vera í raun orðin gjaldþrota. Þá fyrst þóknast Samfylkingunni og Vinstri grænum að koma til hjálpar. Greiðsluaðlögunarlögin gera ráð fyrir að 100-200 heimili þurfi á slíkri aðstoð að halda.

Þau hin sem komast í þrot geta étið það sem úti frýs og enginn vilji hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum til að koma í veg fyrir að þau fari í þrot.

Þetta er öll jafnaðarmennskan - að allir hafi það jafn skítt


mbl.is Yfir 12 þúsund á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Til hvers eiga allir að afa það jafngott ef hægt er að koma því við að allir hafi það jafn skítt ?

Þú veist að í Alþýðulýðveldum er ekki málið að alþýðan ráði heldur að örfáir ráði yfir alþýðunni.  Það er akkúrat það sem stefnir í að hér verði fái ríkisstjórnar flokkarnir brautargengi eftir kosningar.  Sandfylkingin og Vinstri grænir leggja sig alla fram við að knésetja heimilin og fyrirtækin svo að allir verði háðir ríkisvaldinu um allt. 

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband