Flokkurinn fyrst - hvað með þjóðina?

Geir H Haarde getur beðist afsökunar og tekur ábyrgð á því að þiggja milljónirnar 60 frá FL og Landsbankanum.

En hann gat ekki beðist afsökunar eða tekið ábyrgð á því að bankakerfið hrundi og í framhaldinu efnahagslífið.

Hann gat heldur ekki beðið Breiðuvíkurdrengina afsökunar.

Það er gott að forgangsröðunin sé á hreinu.


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það vekur nokkra athygli að flestir Framsóknarmenn í bloggheimum eru með Sjálfstæðisflokkinn á heilanum, og puttunum. Ástæðan fyrir þessu er víst að ekkert er að gerast markvert í Framsóknarfloknum, nema að hann minnkar og minnkar, og var þó lítill fyrir. Sagt er að flokkurinn sé búinn að tryggja sér lítið herbergi í safnahúsinu að Skógum, við hliðina á Sambandinu, og þar verði flokkurinn geymdur til minningar um liðna tíð.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: TómasHa

Hvað með að framsóknarflokkurinn geri fyrst hreint fyrir sínum dyrum áður en það er farið að skjóta annað?

TómasHa, 11.4.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Framsókn er að vinna í því að afla samþykkis þeirra sem gáfu fé til hans að gefa þá upp. Þeir standa við sín orð, öfugt á við aðra flokka sem virðast rjúfa hiklaust trúnað og gefa upp án þess að afla samþykkis viðkomandi.

Gestur Guðjónsson, 11.4.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þjóðin er "afgangs stærð" hjá íslensku fjórflokkunum.....  Ég áttaði mig á því fyrir ca. 30 árum, sorglegt en satt.  Það er ávalt vitlaust gefið í "SVÍNABÆ" og þjóðin lendir í 5. sæti - svínin & þeirra hagsmunir eru í 1-3. sæti, ávalt...!

kv. Heilbirgð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 12.4.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stjórn landsins skánar ekki við það að starfsfólk ruv velti sér upp úr því fram að kjördegi að sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið peninga árið 2006.Þar fyrir utan er ruv stór þáttakandi í þeim hörmungum sem eru að dynja yfir þjóðina.Veturinn 2004 leið varla sá Kastljósþáttur að þar væri ekki einhver ráðgjafinn frá bönkunum sem ráðlagði fólki að kaupa.Núverandi útvarpstjóri rúv er þekktur fyrir að birtast í rándýrum fötum sem hann fær gefins.Eru það eitthvað annað en mútur.Sérstakur saksóknari er nú að rannsaka, meðal annars þátt fjölmiðlamanna í vitleysunni.Sú ríkisstjórn sem nú situr og væntanlega verður sú sama eftir kosningar án skjóls Framsóknarflokks, er ónýt og verður landinu dýr.Því er best fyrir Framsóknarflokkinn að hann hætti að verja þessa vitleysisstjórn sem fyrst og fari að koma sér í kosningabaráttu.Ég fæ ekki betur séð að eftir því sem þú verð stjórnina meira, þeim mun minna mælist fylgið hjá framsókn í skoðanakönnunum,Gestur.Því miður ert þú ekki einn um þessa glámskyggni, það eru allir þingmenn flokksins líka.XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: TARA

Af hverju ætti Geir að biðjast afsökunnar á öllu því sem aflaga hefur farið á landinu síðustu fimmtíu ár eða svo ?

Maðurinn stjórnaði ekki öllu landinu aleinn !!

TARA, 12.4.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband