Íhaldið...
15.4.2009 | 15:26
...er á móti öllum þeim breytingumsem kynnu að valda því að tök flokksins og áhrifamanna þeirra á íslensku samfélagi minnkuðu.
Skiptir engu þótt mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni.
Sama hvort mælt er beint eða gegnum fylgistölur þeirra framboða sem vilja breyta stjórnarskránni.
VG og Samfylkingin standa illa í lappirnar í þessu máli, þannig að þessir flokkar svíkja loforð um stjórnlagaþing, sem var eitt skilyrða Framsóknar fyrir að verja minnihlutastjórnina falli, ásamt sviknu loforði um aðgerðir til að koma efnahagslífinu í gang og slá skjaldborg um heimilin.
Framsókn stóð aftur á móti við sitt loforð og hafði frumkvæði að því að koma íhaldinu frá völdum. Ekki hafði Samfylkingin dug í sér til þess. Stólarnir hafa líklegast verið of þægilegir til að hægt væri að taka slíka sénsa.
Stjórnarskráin ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 356407
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar sem maður kemur eru menn að ræða ástandið. Nú um páskana gerði ég það að gamni að spyrja menn hvort þeir hafi lesið sjálft frumvarpið. Þetta eru nú ekki nema fjórar greinar!
Þetta var í fermingarveislu, matarboði og öðrum mannfagnaði - alls rúmlega 40 manns sem ég spurði. Og það hafði ENGINN lesið frumvarpið. En það höfðu allir skoðun á því.
Hvernig er hægt að segja að "mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni", þ.e. þeim breytingum sem frumvarpið gekk út á, ef þessi óformlega könnun mín gefur rétta mynd? Ég held að allt þetta stjórnarskrárdæmi hafi verið klassískur hanaslagur frekar en nokkuð annað.
Þó vonlaust sé að verja málþóf verður margt af því sem S listi hefur sagt um málið að flokkast undir skrum. Það er lítið skárra en málþófið.
Haraldur Hansson, 15.4.2009 kl. 16:09
Ég held að það sé eitt grunvallaratriði sem Sjálfstæðisflokkurinn þolir ekki og það er kaflinn um sameign yfir auðlindum þjóðarinnar. Flokkurinn hefur örugglega verið búinn að velja viðtakendur.
Finnur Bárðarson, 15.4.2009 kl. 17:37
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:36
Held bara að staðreyndin sé að það séu voðalega fáir sem hafa lesið þetta blessaða frumvarp... Hérna, skal auðvelda ykkur lífið.
http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0648.pdf
Jóhannes H. Laxdal, 16.4.2009 kl. 03:36
Allt er betra en Íhaldið, nema ef vera kynni núverandi ríkisstjórn.
Sigurgeir Jónsson, 16.4.2009 kl. 10:02
Ein allsherjar lausn á öllum málum og hatrið eiga það eitt sameiginlegt að það þarf afskaplega grunna hugsun til þess að nota þau tæki til þess að leysa mál.
Í áratugi var það nánast heilög skylda Alþýðuflokksmanna að hata Framsóknarflokkinn og Framsóknarmenn. Flokkurinn var að þeirra mati undirrót alls ills. Með sameiningu nokkurra pólitískara afla í Samfylkingu, hefur heldur dregið úr þessu, en samt sem áður geta t.d. bloggarar úr Samfylkingu margir hverjir ekki dulið þessa andúð, eða hatur á Framsóknarflokknum. Virðingin er engin.
Samfylkingin hefur einnig einn flokka þá trú að innganga í ESB muni leysa nánast öll vandamál íslensku þjóðarinnar. Ekki það að eflaust gæti innganga í ESB haft einhver jákvæð áhrif, þá held ég að meirihluti þjóðarinnar telji alveg útilokað að í viðræðum yrði fallist á að yfirráðaréttur yfir sjávarauðlindum okkar yrðu áfram í okkar höndum. Samt trúa margir Samfylkingarmenn á ESB sem allsherjarlausn okkar.
Eftir að ný ríkisstjórn var stofnuð og Framsóknarflokkurinn ákvað að styðja stjórnina falli, hafa nokkrir Framsóknarmenn tekið gömlu Alþýðuflokksveikina, nema núna er hatrið komið á Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir þetta skammast Samfylkingin sín fyrir að þurfa að leita til Framsóknarflokksins eftir stuðningi, og tekur ekki mark á tillögum Framsóknarflokksins frekar en þær væru ekki til. Við þetta vex fylgi Framsóknarflokksins ekki heldur dalar. Hatrið á sér undirrót í vammáttakenndinni og því fyrr sem menn losa sig við það, víkkar og dýpkar skilningur á lífinu og tilverunni.
Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.