Íhaldið...

...er á móti öllum þeim breytingumsem kynnu að valda því að tök flokksins og áhrifamanna þeirra á íslensku samfélagi minnkuðu.

Skiptir engu þótt mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni.

Sama hvort mælt er beint eða gegnum fylgistölur þeirra framboða sem vilja breyta stjórnarskránni.

VG og Samfylkingin standa illa í lappirnar í þessu máli, þannig að þessir flokkar svíkja loforð um stjórnlagaþing, sem var eitt skilyrða Framsóknar fyrir að verja minnihlutastjórnina falli, ásamt sviknu loforði um aðgerðir til að koma efnahagslífinu í gang og slá skjaldborg um heimilin.

Framsókn stóð aftur á móti við sitt loforð og hafði frumkvæði að því að koma íhaldinu frá völdum. Ekki hafði Samfylkingin dug í sér til þess. Stólarnir hafa líklegast verið of þægilegir til að hægt væri að taka slíka sénsa.


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvar sem maður kemur eru menn að ræða ástandið. Nú um páskana gerði ég það að gamni að spyrja menn hvort þeir hafi lesið sjálft frumvarpið. Þetta eru nú ekki nema fjórar greinar!

Þetta var í fermingarveislu, matarboði og öðrum mannfagnaði - alls rúmlega 40 manns sem ég spurði. Og það hafði ENGINN lesið frumvarpið. En það höfðu allir skoðun á því.

Hvernig er hægt að segja að "mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni", þ.e. þeim breytingum sem frumvarpið gekk út á, ef þessi óformlega könnun mín gefur rétta mynd? Ég held að allt þetta stjórnarskrárdæmi hafi verið klassískur hanaslagur frekar en nokkuð annað.

Þó vonlaust sé að verja málþóf verður margt af því sem S listi hefur sagt um málið að flokkast undir skrum. Það er lítið skárra en málþófið.

Haraldur Hansson, 15.4.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að það sé eitt grunvallaratriði sem Sjálfstæðisflokkurinn þolir ekki og það er kaflinn um sameign yfir auðlindum þjóðarinnar. Flokkurinn hefur örugglega verið búinn að velja viðtakendur.

Finnur Bárðarson, 15.4.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Held bara að staðreyndin sé að það séu voðalega fáir sem hafa lesið þetta blessaða frumvarp... Hérna, skal auðvelda ykkur lífið.

 http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0648.pdf

Jóhannes H. Laxdal, 16.4.2009 kl. 03:36

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt er betra en Íhaldið, nema ef vera kynni núverandi ríkisstjórn.

Sigurgeir Jónsson, 16.4.2009 kl. 10:02

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ein allsherjar lausn á öllum málum og hatrið eiga það eitt sameiginlegt að það þarf afskaplega grunna hugsun til þess að nota þau tæki til þess að leysa mál.

Í áratugi var það nánast heilög skylda Alþýðuflokksmanna að hata Framsóknarflokkinn og Framsóknarmenn. Flokkurinn var að þeirra mati undirrót alls ills. Með sameiningu nokkurra pólitískara afla í Samfylkingu, hefur heldur dregið úr þessu, en samt sem áður geta t.d. bloggarar úr Samfylkingu margir hverjir ekki dulið þessa andúð, eða hatur á Framsóknarflokknum. Virðingin er engin.

Samfylkingin hefur einnig einn flokka þá trú að innganga í ESB muni leysa nánast öll vandamál íslensku þjóðarinnar. Ekki það að eflaust gæti innganga í ESB haft einhver jákvæð áhrif, þá held ég að meirihluti þjóðarinnar telji alveg útilokað að í viðræðum yrði fallist á að yfirráðaréttur yfir sjávarauðlindum okkar yrðu áfram í okkar höndum. Samt trúa margir Samfylkingarmenn á ESB sem allsherjarlausn okkar.

Eftir að ný ríkisstjórn var stofnuð og Framsóknarflokkurinn ákvað að styðja stjórnina falli, hafa nokkrir Framsóknarmenn tekið gömlu Alþýðuflokksveikina, nema núna er hatrið komið á Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir þetta skammast Samfylkingin sín fyrir að þurfa að leita til Framsóknarflokksins eftir stuðningi, og tekur ekki mark á tillögum Framsóknarflokksins frekar en þær væru ekki til. Við þetta vex fylgi Framsóknarflokksins ekki heldur dalar. Hatrið á sér undirrót í vammáttakenndinni og því fyrr sem menn losa sig við það, víkkar og dýpkar skilningur á lífinu og tilverunni.

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband