Ætlar Samfylkingin að bjóða upp á stjórnleysi?

Að ætla Framsókn og Borgarahreyfingunni að leysa ESB málin fyrir Samfylkinguna og VG er þvílík endemis vitleysa og vanvirða við kjósendur og þjóðina að maður trúir vart eigin augum.

Í aðildarviðræðum reynir á alla ráðherra. Alla.

Líka VG ráðherrana. Ef við gerum ráð fyrir óbreyttri ráðuneytaskiptingu, á þjóðin þá að horfa upp á umhverfisráðherra sem er andsnúin því að ná niðurstöðu semja um umhverfismálin, á þjóðin að horfa upp á heilbrigðisráðherra sem er andsnúinn því að ná niðurstöðu semja um heilbrigðismál, á sjávarútvegsráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um sjávarútvegsmálin og á landbúnaðarráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um landbúnaðarmálin?

Þetta er algert stjórnleysi.

Slíkur samningur getur aldrei orðið viðunandi og í raun er Samfylkingin með þessu að koma í veg fyrir að Ísland geti gengið í ESB.

Þetta getur Samfylkingin ekki boðið þjóðinni upp á.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú erum við sammála!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrst þarf Alþingi að samþykkja að leggja inn umsókn. Menn hljóta að ætla að semja um einhverja stefnu í því dæmi áður en "eitt A4 blað" er sent til Brussel. Þetta gæti hæglega orðið uppskrift að málþófi þegar tímanum væri betur varið í annað. 

Haraldur Hansson, 5.5.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Samkvæmt því sem Eiríkur Bergmann segir þá dugar eitt A4 blað til að leggja grunninn að því að leggja lýðræði  og sjálfstæði þjóðarinnar niður og láta útlendingum í té lögsögu yfir Íslandi.

Á almennu máli er það kallað landráð.  Þjóðin verður að fá að segja sitt álit áður enn farið er út í slíka aðgerð, annað kemur ekki til mála.

Af hverju heldur fólk annars að það þurfi stjórnarskrárbreytingu til ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband