Nú þurfa Íslendingar að sýna manndóm

Í framhaldi af þessum fréttum verða íslensk stjórnvöld að senda IMF formlega, opinbera fyrirspurn um hvort, hvernig og á hvaða grunni IMF sé að eiga í samningaviðræðum við þriðja ríki um málefni sjálfstæðrar þjóðar.

Ef rétt er, er þetta mikið meira en óásættanlegt.

Sömuleiðis verður forsætisráðherra að kalla breska sendiherrann á sinn fund og fara fram á skýringar.

Nú verður að bregðast við af festu og manndómi. Samfylkingin verður að reka af sér slyðruorðið gagnvart flokksbræðrum sínum í bretlandi.


mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Sammála.

Sigurður Árnason, 8.5.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála. Það er ekki nóg að gretta sig í fjölmiðlun og vera með stóryrtar yfirlýsingar þar. Það þarf að BREGÐAST við þessu öðruvísi en að kalla einhvern fulltrúa breska sendiherrans á Rauðarárstíg.

Mér finnst að Íslendingar eig að mótmæla þessu, friðsamlega þó, fyrir framan breska sendiráðið.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

"málefni sjálfstæðrar þjóðar."

Þær þjóðir sem þurfa að leita á náðir IMF geta varla talist sjálfstæðar.

Hörður Þórðarson, 9.5.2009 kl. 06:45

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.5.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skýrt og klárt svar verður að koma frá AGS (IMF) hvort einhverjar viðræður milli sjóðsins og Breta hafi átt sér stað um málefni Íslands. 

Hvað Breta sjálfa varðar þá höfum við áður slitið stjórnmálasambandi við þessa "vinaþjóð" okkar af illri nauðsyn. Við getum allt eins gert það aftur. Það er allt í lagi að Bretar viti að sá valkostur sé til skoðunar af fullri alvöru.

Svo er það umhugsunaratriði að vera í varnarbandalagi þjóða þar sem eini óvinurinn er bandalagsþjóð sem leggur okkur í einelti, til að fela, að því best verður séð, eigin aumingjaskap.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband