Aukaskattur ofaná jaðarskatt

Ef þessi 8% aukaskattur væri það eina sem ríkisstjórnin myndi leggja á laun þeirra sem hafa aflað sér menntunar og eru að greiða 8% aukaskatt í formi afborgana LÍN, gæti maður kannski ekki kvartað mikið.

En þegar maður fær véfréttir af því að til standi að tekjutengja nánast öll gjöld og bætur, fara jaðarskattaáhrifin hjá þessum hópi, sem eru aukinheldur að berjast í húsnæðislánum og barneignum, að vera svo mikil að það blasir við það borgi sig ekki að fara í langskólanám, heldur fara strax að vinna, þótt launin um hver mánaðarmót verði lægri.

Lífslaunin verða mikið hærri og koma fyrr.

Er það sú þróun sem vinstristjórnin vill sjá?


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

viltu frekar að öryrkjar og aldraðir fái enn eina skerðinguna og fleiri tekjutengingar.

Elfur Logadóttir, 14.6.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef 6 ára háskólamenntun og fæ 220.000 útborgað (enda kennari) svo ekki nota "háskmenntunar-regluna á mig?..........

...Skulda helling i L'IN)

(Fyrir utan þessi "viðurkenndu háskólaár tala ég 5 tungumál...´greinilega "ókeypis")

Fyrir mér væru 300.000 og yfir alveg ok!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Elfi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2009 kl. 02:24

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

greini ég mynstur hér Anna ;)

Elfur Logadóttir, 14.6.2009 kl. 02:41

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Reyndar er það þannig með flest þessi auka jaðaráhrif, sem Gestur talar um að þau eru ekki lengur til staðar þegar þessum tekjum er náð. Þarna er verið að tala um 700 þúsund á einstakling á mánuði eða 1.400 þúsund á hjón. Það gera 16,8 milljónir á ári. Þegar þeim tekjum er náð eru tekjutengdar barnabætur og vaxtabætur og reyndar nánast allur annar tekjutengdur stuðningur farinn og jaðaráhfir þeirra því frá. Fólk með þessar tekjur greiðir heldur ekki námslán í mörg ár af þeirri einföldu ástæðu að þau greiðast upp á tilölulega skömmum tíma þegar tekjurnar eru þetta háar. Höfum í huga að vextir af þeim eru lágir.

Í rauninni er lág- og miðtekjufólk með hærri jaðaráhrif tekna en hátekjufólk í dag af nákvæmlega þeirri ástæðu að það er með jaðaráhrif tekna vegna barnabóta og jafnvel líka vaxtabóta eða húsaleigubóta. Þessi jaðaráhrif búa hátekjumenn ekki við. Jaðaráhrif barnabótanna einna geta verið allt að 7% og jaðarháhrif vaxtabóta 6%. Samtals gerir þetta 13% jaðaráhrif.

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hver er að tala um að þessi hátekjuskattur taki við um 700 þús?

Gestur Guðjónsson, 14.6.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kemur skýrt fram í fréttinni, sem þú ert að blogga við.

Sigurður M Grétarsson, 15.6.2009 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband