Hvað með tekjustofnana?

Alveg eins og það er skammgóður vermir að éta útsæðið, þýðir lítið að hækka skattprósentuna, ef skattstofnunum er ekki sinnt.

Verulegar fjármagnstekjur verða örugglega sjaldgæfar næstu árin og sömuleiðis hátekjur.

Það skilar nefnilega mikið meira að breikka skattstofnana heldur en að blóðmjólka þá. Það endar bara með flótta þeirra úr landi eða í svart hagkerfi.

Þess vegna verður að byrja á réttum enda, að stöðva frekara hrun efnahagslífsins og hefja enduruppbyggingu þess.

Fyrsta skrefið er að koma bönkunum í gang, þannig að þeir geti farið að sinna fjölskyldum og fyrirtækjum.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þú meinar, lána meira með hærri vöxtum. Auðvitað á að skattleggja þá sem hæstar hafa tekjurnar.  Með þessu virðist þú vera að segja að þeir sem eru í þeirri stöðu séu þeir sem svindla undan skatti.  Svei þeim.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.6.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband