Sannleikanum er hver sárreiðastur
16.6.2009 | 21:19
Til sumarþings var boðað til að ræða þau brýnu mál sem leysa þarf úr í kjölfar bankahrunsins, endurfjármögnun þeirra, Icesave, ríkisfjármálin og fleira í þeim dúr.
Þess í stað er fjallað um strandveiðar, listamannalaun og þess háttar. Örugglega góð mál, en þau mega alveg bíða haustsins.
Forsætisráðherra hefur gefið út að þingið eigi að ljúka störfum 1. júlí, sem þýðir að hún ætlast til þess að þingmenn taki afstöðu til eins stærsta hagsmunamáls íslensku þjóðarinnar undir mikilli tímapressu. Stórt og flókið mál sem hefur ekki enn verið lagt fyrir og engin gögn liggja fyrir um.
Þessi vinnubrögð eru skrumskæling á lýðræðinu, til skammar og á það var Sigmundur Davíð að minna Ástu Ragnheiði á, sem skammaðist sín greinilega og brást við með því að spila forsetakonsert á bjölluna til að stöðva umræðuna sem var henni óþægileg, enda greinilega í vasa framkvæmdavaldsins.
Sannleikanum er hún greinilega sárreiðust.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega ekki málfrelsi á þinginu.
Jón Á Grétarsson, 16.6.2009 kl. 22:56
Mín skoðun þegar ég horfði á þingstörf í gær er þessi, alveg burtséð frá öllum flokkadráttum;
Alþingismenn eru ekki að fjalla um aðalatriði þessa dagana heldur aukaatriði.
Það er afleitt !
Anna Einarsdóttir, 17.6.2009 kl. 09:50
Ég fyllist vonleysi að horfa á Alþingi þessa dagana.....hvar er forsætisráðherra..sem á að berja fólki von í brjóst og hughreysta hana. Ég veit ekki hvar þetta endar allt saman..en ég þakka fyrir það að Sigmundur Davíð sé á þingi.
Tóbías í Turninum, 17.6.2009 kl. 16:59
Sæll!
Af þessum pistli að dæma, þá þekkir þú ekki fundareglur alþingis. Formaður B var að flytja sitt mál undir liðnum Fundarstjórn forseta, en tjallaði einungis um hluti er varða annan lið, Störf þingsins.
Hann misnotaði því vísvitandi aðstöðu sína auk þess að sýna af sér ókurteisi er forsetin benti honum á þetta og vísaði honum úr ræðustólnum.
Þú kvartar svo yfir því, að forsætisráðherra ætlist til að þingmenn taki afstöðu til eins stærsta máls sem fram hefur komið á mjög stuttum tíma og án þess að hafa haft tækifæri til að kynna sér það til fulls. Þú ert þá greinilega ekki sammála formanni b, því hann veit svo mikið um samkomulagið og hvað ríkisábyrgðin mun hafa í för með sér, að hann fullyrti í viðtali við visir.is, að með því væri verið "Að selja þjóðina í ánauð"!?
Þetta er því haldlítill málflutningur og mótsagnakenndur.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 21:23
Og meðal annara orða:
"Sannleikanum VERÐUR hver sárreiðastur"!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.