Saving Iceland stórskaðleg umhverfinu

Þessir aðilar, sem kenna sig við Saving Iceland eru að valda íslenskri náttúru stórskaða.

Framkoma þeirra og framferði er með þeim hætti að mun færri en ella vilja láta kenna sig við náttúruvernd og láta fara minna fyrir sér í eðlilegri opinberri umræðu. Þeir sem lítinn skilning hafa á náttúruvernd hafa framferði þeirra til að benda á og nota það óspart, máli sínu til stuðnings.

Heiðvirðir náttúruverndarsinnar geta ekki annað en fordæmt aðgerðir þessa hóps sem draga úr uppbyggilegri náttúruverndarumræðu með því að eyðileggja orðspor náttúrverndarfólks.


mbl.is Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Gæti ekki verið meira sammála, enda er ég ekki viss um að allir sem að þessum samtökum koma kæri sig kollótta um náttúruvernd, það er margsannað að svona hópar eru uppfullir af fólki sem vill öðru fremur valda vandræðum og finna sér einhvern öfgamálstað til þess láta eins og asnar.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 8.8.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta hefur aldrei snúist um náttúruvernd hjá þessu fólki. Það er einungis að færa skemmdarfíkn sína og eyðileggingaráráttu í brúklegan búning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Alt er vænt sem vel er grænt, líka skyrið sem slett er á hús og bíla.

Óskar Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

"Heiðvirðir náttúruverndarsinnar geta ekki annað en fordæmt aðgerðir þessa hóps sem draga úr uppbyggilegri náttúruverndarumræðu með því að eyðileggja orðspor náttúrverndarfólks."

Hvaða uppbyggilegu náttúrverndarumræðu, áttu við?  

Jónas Rafnar Ingason, 8.8.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Framsóknar nátturverndarumræða.. þá er saving iceland skárra ;)

Óskar Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess."  Er þetta ekki rétt hjá Saving Iceland ?

Pétur Þorleifsson , 8.8.2009 kl. 14:27

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jú en framsókn er sammála svona samningum Pétur ;)

Óskar Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 16:14

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Gestur, veist þú eða einhver annar hér hvað meðlimir í Saving Iceland gróðursetja mörg tré árlega hjá skóræktarfélögum og eyða sínum frí tíma að græða náttúru lands og þjóðar upp..?

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 8.8.2009 kl. 17:45

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Vanþakklæti er þetta. Þetta er fólkið sem hefur barist i framvarðarsveitinn með beinum aðgerðum. Fólkið sem kom umræðunni aftur af stað eftir að hefðbundnari náttúrverndarsamtök voru búin að þagga niður í sjalfum sér. Þegar beitt var algerri þöggun eftir að Kárahnjúkaframkvæmdirnar voru komnar af stað. Íslendingar eru skammt á veg komnir í andófsþroska.

Þorri Almennings Forni Loftski, 9.8.2009 kl. 04:01

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Tek undir með Þorra Almennings, andófsþroski þjóðarinnar er afar skammt komin.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.8.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband