Áhættan vegna Icesave var löngu vituð

Ég hef heimildir fyrir því að stjórnarmenn í tryggingasjóði innistæðueigenda hafi lagt hart að Landsbankamönnum að flytja Icesave úr landi, löngu áður en sprengingin í stærð þeirra varð jafn mikil og afgerandi og hún varð og við erum að súpa seyðið af núna. Áður en Hollandsreikningarnir voru markaðssettir.

Svör Landsbankamanna hafi verið að þeir mættu þetta og því ætluðu þeir að halda því áfram.

Kaupþing fór sem betur fer ekki sömu leið og því munum við Íslendingar ekki þurfa að borga nema óbeinan kostnað af hruni þess banka. Nóg er samt.

Mér finnst með ólíkindum að fulltrúi viðskiptaráðuneytisins skuli ekki hafa komið þessari vitneskju  og viðhorfum sem fram komu á stjórnarfundum innistæðutryggingasjóðsins til skila, þannig að viðskiptaráðuneytið gæti tekið tillit til þeirra þegar Landsbankinn fékk leyfi til að stofna útibú í Hollandi og að þær umræður sem fóru fram á þessum fundum skuli ekki hafa komið fram opinberlega


mbl.is Umræðan oft óvægin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'löngu áður en sprengingin í stærð þeirra varð jafn mikil og afgerandi og hún varð' segir þú

Hversu löngu áður vissu menn þetta? Hefurðu mánuð og ár? Var það febrúar 2007? eða um haustið 2007 eða hvað?

Gísli Ingvarsson, 20.8.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband