Draumsýn Samfylkingarinnar
21.8.2009 | 07:27
Þá liggur það fyrir. Sá flokkur sem gagnrýndi tillögur Framsóknarmanna til bjargar heimilum landsins hvað mest og sagði "bara svo margt slæmt við þær" eins og mátti lesa á vef forsætisráðuneytisins, hafði engar útfærðar hugmyndir eða tillögur að sama marki.
Velferðarbrúin var bara draumsýn, engar raunhæfar hugmyndir og lausnir. Ekki í fyrsta skipti á þeim bænum.
Nú er hópur að störfum 3 mánuðum eftir kosningar og enn fleiri mánuðum eftir að minnihlutastjórnin tók við og næstum ári eftir hrunið, við að kanna leiðir og hugmyndir til lausnar á vanda heimilanna.
Samfylkingin var sem sagt bara á móti niðurfærsluleið Framsóknar af því að þau áttu ekki hugmyndina sjálf og heyrst hefur að nú sé leitað logandi ljósi að aðferð til að fara leið Framsóknar án þess að það sé of bersýnilegt.
Samfylkingin er þar með búin að opinbera hvar heimilin og fjölskyldurnar eru í forgangsröðun sinni. Hana dreymir um blóm í haga en virðist ekkert vita hvernig á að vinna beðið, sá í það og hlúa að því svo þau fái þrifist.
Aðgerðir sem hitta í mark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hittir naglann á höfuðið:)
Jón Finnbogason, 21.8.2009 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.