Af kratísku réttlæti
26.8.2009 | 09:12
Einu sinni voru tvíburar, Gunni og Stebbi. Þeir höfðu lært það sama en unnu hjá sitt hvoru fyrirtækinu, höfðu báðir það sama í laun sem og konur þeirra.
Báðir höfðu keypt bíla og íbúðir og tóku lán, jafnhá, sem þeir áttu auðvelt með að greiða af fyrir hrun. Eftir hrun tvöfaldaðist greiðslubyrðin hjá þeim báðum, en með aðhaldi náðu báðir að standa í skilum.
Því miður fór fyrirtæki Gunna í þrot og hann missti vinnuna. Hann sá ekki fram á að geta staðið í skilum, sótti um greiðsluaðlögun og fékk niðurfellingu hluta skulda sinna, enda atvinnulaus og uppfyllti skilyrði stjórnvalda fyrir greiðsluaðlögun.
Stuttu síðar ræddi Stebbi við vinnuveitanda sinn og í framhaldinu var Gunna boðin vinna á sömu launum og hann var á áður.
Hvaða réttlæti er í þeirri stöðu sem þeir tvíburabræðurnir eru komnir í?
Á Stebbi greyið að halda áfram að puða og borga allt upp í topp, skatta sem lán, vegna þess að hann er ekki kominn í vanskil.
Ætti Gunni að fá endurálögð lán sín ef hann fer aftur að vinna?
Á Stebbi að horfa upp á að Gunni hafi mun lægri greiðslubyrði en sömu laun og hann?
Ef Gunni ætti það á hættu að fá lánin endurálögð eða að annarskonar greiðsluaðlögun gengi til baka, af hverju ætti hann að fara að vinna, ef það kostaði hann stórfé að fara að fá aftur tekjur?
Það er lítið réttlæti í því - en víst það sem kölluð er jafnaðarmennska - kratismi - sem Árni Páll Árnason og Samfylkingin berjast fyrir.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hin hliðin á teningnum er sú að eftir almenna 'leiðréttingu' lána þá fjölgar krónum í umferð sem lækkar gengi krónunnar, eykur verðbólgu og dregur úr kaupmætti launa. Þeir græða mest sem eiga stórar fasteignir og geta staðið í skilum, þeir græða minnst sem eiga litlar skuldsettar fasteignir og eru með lágar tekjur og þeir einstaklingar tapa sem eiga enga fasteign.
Einn hópur íslendinga koma út í nær hreinum hagnaði en það eru þeir sem eiga nettó eignir í erlendri mynt og hafa tekjur sínar tengdar erlendri mynt.
Er þetta réttlæti?
Þarf svo ekki annan skammt niðurfellinga þegar verðbólgan og gengisfallið er búið að éta upp ávinninginn fyrir almenna borgara?
Lúðvík Júlíusson, 26.8.2009 kl. 10:48
AAhh.....íslenska þjóðarsálin í hnotskurn, hver höndin upp á móti annari "afhverju á hann að fá svona en ekki ég!!!"
Skríll Lýðsson, 26.8.2009 kl. 12:31
Ágætis saga hjá þér Gestur. Ég skynja þó ekki sársauka fyrir hönd Stebba en að sama skapi fögnuð yfir því að Gunni fékk gagnlegt og gefandi hlutverk að nýju. Að mínu mati vantar grundvallar upplýsingar í söguna - barneignina :)
Einar Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.