Forsetinn opinberar sig og fer rangt með í leiðinni
2.9.2009 | 11:48
Þær sömu ástæður sem forsetinn notaði sem röksemd fyrir því að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin eru uppi í dag.
Það að hann undirriti lögin um Icesaveábyrgðina, sem hann á auðvitað að gera, opinberar að það var ekki á þeim forsendum sem forsetinn neitaði undirskrift fjölmiðlalaganna á sínum tíma, heldur öðrum. Það hentaði ekki þeirri auðmannahirð sem hann vann mest með og mærði hvað mest.
Svo fer forsetinn rangt með í yfirlýsingu sinni, þegar hann segir að fyrirvararnir hafi verið unnir í samvinnu fjögurra flokka á Alþingi. Þeir voru unnir í samvinnu allra fimm flokka sem sæti eiga á Alþingi, þótt ekki hafi allir flokkar stutt hina endanlegu niðurstöðu. Framsókn vildi styrkja fyrirvarana enn frekar og gat því ekki stutt frumvarpið við lokaafgreiðslu þess.
Það er miður að forsetinn fari ekki rétt með og ber honum að leiðrétta yfirlýsingu sína.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Athugasemdir
Nú byrjar örugglega önnur undirskriftarsöfnun gegn þessum umdeilda ömurlega og pólitíska forseta
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:59
Ég verð seint talinn til Framsóknarmanna en verð þó að segja að þeir einu sem staðið hafa í lappirnar í þessu ljóta IceSave máli eru Sigmundur Davíð og þingmenn Framsóknar.
Haraldur Hansson, 2.9.2009 kl. 12:31
Hjartanlega sammála þér Gestur
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.9.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.