Stasieftirlits þörf við innleiðingu ofurjaðarskatts ríkisstjórnarinnar

Ef farið verður að þeim tillögum sem frést hefur að ríkisstjórnin sé að vinna í, að tekjutengja afborganir húsnæðislána, verður fyrst þörf á öflugu eftirlitskerfi ríkisins.

Álagning þessa ofurjaðarskatts hefur það í för með sér að hvati til aukinnar vinnu, aukinnar menntunar, aukinna tekna og þar með verðmætasköpunar í samfélaginu, minnkar verulega og hvatinn til að svíkja undan skatti og vinna svarta vinnu eykst að sama skapi.

Fólk með hóflegar tekjur sem hafði skuldsett sig hæfilega fyrir hrun, sér ekki fram á að geta nokkurn tíma greitt íbúðalán sín upp að fullu, enda hefur höfuðstóll lána allt að því tvöfaldast frá því sem áður var, 25 ára lán þá orðið 50 ára og 40 ára lán orðið 80 ára miðað við að afborganir verði svipaðar og fyrir hrun. Því mun fólk ekki upplifa afborganir á húsnæðislánum sem venjulega lánaafborgun, heldur sem skattheimtu.

Þegar eru umtalsverðar tekjutengingar í bótakerfinu, jaðarskattar, sem eru hugsanlega réttlætanlegir að einhverju marki, þó ég sæi að tekjujöfnun hins opinbera sé sem einföldust og gagnsæjust og fari í gegnum persónuafsláttinn og neysluskatta, en þessi leið, þar sem fólk er í rauninni hneppt í ævilangt skuldafangelsi getur ekki kunnað góðri lukku að stýra.

Þetta kann að vera mögulegur biðleikur til skamms tíma, en leið ríkisstjórnarinnar er ekki langtímalausn, þar sem þrýstingurinn á bakvið vandann er enn fyrir hendi, þrýstingur sem ekki losnar fyrr en höfuðstóllinn verður lækkaður eða húsnæðisverð af einhverjum mér óséðum ástæðum hækkar verulega.

Betra er að viðurkenna umfang vandans strax og losa þessa óværu út úr hagkerfinu með því að fella niður hluta höfuðstóls lána, með ákveðnu hámarki, sem svo eru innheimt eftir hefðbundnum leiðum, þannig að lánamarkaðurinn verði sem fyrst eðlilegur á ný og viðskiptasiðferði verði í lagi.


mbl.is Mikilvægt að styrkja eftirlit með bótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Gestur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband