Er Steingrímur J orðinn formaður Samfylkingarinnar?
22.9.2009 | 19:03
-eða er VG formlega gengin í Samfylkinguna?
Annað hvort hlýtur það að vera.
Allt samstarf Framsóknar og íhaldsins voru aldrei haldnir sameiginlegir þingflokksfundir, enda um tvo flokka að ræða sem hafa ólíkar stefnur og áherslur.
Svo virðist ekki vera um núverandi stjórnarflokka. Þeir virðast runnir saman, með Steingrím J sem formann, farnir að halda sameiginlega þingflokksfundi, nema að tilgangur fundahaldanna sé að fara yfir spunahandritið fyrir framhaldið.
Spuni sem hófst þegar þingnefndum var gefin munnleg skýrsla, sem var mismunandi eftir þingnefndum og þingmenn stjórnarandstöðunnar sakaðir um trúnaðarbrest og leka, jafnvel þótt fréttaflutningur af viðbrögðum breta og hollendinga hefði hafist áður en nokkur stjórnarandstöðuþingmaður hafði fengið af þeim neinar upplýsingar, en fréttaflutningurinn hófst eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar, sem hófst kl 14, en stjórnarandstaðan var fyrst upplýst seinnipartinn.
Þessi uppspuni er svo líklegast ætlaður ríkisstjórninni sem tylliástæða fyrir því að hafa ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í framhaldi Icesavemálsins, minnug þess að stjórnarandstaðan náði meirihluta á Alþingi síðast....
Fjármálaráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegt að hafa samráð, eða hvað?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:47
Ekki trú ég að þú haldir að öll fyrverandi stjórnarform hafi verið "til fyrirmyndar"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:30
Sorry... á auðvitað að vera(fljótfærni)
"Ekki trúi ég að þú haldir að öll fyrrverandi stjórnarform hafi verið "til fyrirmyndar"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:32
Sæll Gestur.
Þeir treysta sér kanski ekki lengur til þess að halda þingflokksfundi sitt í hvoru lagi stjórnarflokkarnir.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2009 kl. 23:41
Ertu bara kjáni?
Björn Birgisson, 22.9.2009 kl. 23:59
Þetta er örþrifaráð fólks sem veit ekkert hvað það á að gera.Það á að blasa við öllum.En það er staðreynd að eftir því sem fleiri vitleysingar eru saman komnir, því meiri vitleysa kemur frá slíkri samsuðu.En það er trúlaga rétt hjá þér að Steingrímur Joð hefur boðað Samfylkinguna á sinn fund.
Sigurgeir Jónsson, 23.9.2009 kl. 03:23
Þetta kemur allt heim og saman.
Jóhanna er öldruð og engin kandídat í Samfylkingunni augljós valkostur. Steingrímur er metnaðarfullur maður.
Sigurður Þórðarson, 23.9.2009 kl. 06:05
Er þetta ekki bara áframhald af draumi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um einn stóran flokk. Síðast þegar það var reynt urðu þetta bara kennitölu- og nafnabreytingar. Núna hefst þetta kannski hjá þeim.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 23.9.2009 kl. 18:13
Er ekki bara málið að Jóhann getur ekki stýrt þingflokksfundi frekar en að stýra ríkissjórn. Kerlingin er jú lögbundið gamalmenni. Steingrímur er forsætisráðherrann.
Vanhæf ríkisstjórn.
Ingvar, 24.9.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.