Er ekki nóg komið af einkakratavinavæðingunni?

Sama hversu traustur og heiðarlegur maður Jón Sigurðsson krati er, er ekki heppilegt eða eðlilegt að hið opinbera feli honum enn fleiri trúnaðarstörf, meðan störf hans sem formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformanns Seðlabankans í hruninu, eru ekki fullrannsökuð.

Þetta eru jú þær tvær lykilstofnanir, sem báru ábyrgð ásamt ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á viðbrögðum hins opinbera á hruninu.

Það er ekki hægt að halda því fram að störf þeirra og þar með hans, séu hafin yfir allan vafa.

Þessi einkakratavinavæðing er því afar óheppileg og ekki til trausts fallin.


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Blessaður Gestur og gleðileg jól.

Bara smá spurning:

Hafa framsóknarmenn nokkuð efni á svona gagnrýni?

Ég heyri alltaf gler brotna þegar framsóknarmenn eru með svona pælingar!

Svavar Bjarnason, 27.12.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Það er nú bara þannig að spillingin er mest í krataliðinu og hefur alltaf verið  og það er nú ástæðan fyrir allri þessari þöggun í öllum málum og VG ræður ekki við þessa mafíu hún er svo grófin í pólitíkina hér.

Spillingin er í öllum flokkum mis mikil en hún er alstaðar og ég er sammála þér að það er forkastanlegt að ráða Jón Sigurðsson í ábyrgðarstöður við þessar aðstæður hvort sem hann er spilltur eða ekki, hann er allavega úr gömlu alþíðuflokksklíkunni.

Það sem við þurfum núna er heiðarlegt og óspilt fólk til að taka til svo hægt verði að koma landinu út úr þessari krísu sem hún er komin í .

Það er búið að fullreina þetta lið sem núna er að reina og ekkert gengur ,burt með alla sem þar eru og alla sem eru í stjórnsýslunin þar er eingin undanskilin .

Fá síðan nítt fólk í allar stöður og líka á þingið sama hvar í flokki það er .

mér sýnist ganga ágætlega hjá dóms og viðskiptaráðherra,ekki eru þau flokksbundin.

mbk DON PETRO

Höskuldur Pétur Jónsson, 27.12.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gamla hugsjónin er enn við líði en gáið að nú er komin önnur öld svona á ekki að vinna út úr vandanum þessi ríkisstjórn er brostin.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband