Orð gegn orði?
16.10.2007 | 12:52
Það var skrítin upplifun að horfa á Kastljós gærkvöldsins. Þarna sátu tveir heiðursmenn og sögðu það sem hinn aðilinn sagði sé ekki rétt, en hvorugur vildi segja hinn ljúga.
Ég er nokkuð viss um að báðir séu að segja satt eftir bestu getu. Þeir eru báðir það reyndir að þeir vita að það borgi sig ekki að segja ósatt í svona málum. Bjarni og Haukur Leósson fóru yfir málið heima hjá Villa í löngu og ítarlegu máli, en Villi hafi ekki áttað sig á því og mikilvægi þess, ekki veitt því nægjanlega athygli og því muni hann þetta ekki. Skýringar hans á því að það sé margt sem rati á hans borð er örugglega rétt, en maður verður að spyrja sig hvort forgangsröðun borgarstjóra sé rétt, þegar tölur með svona mörgum núllum eru annars vegar.
Villi fór svo í hefðbundinn íhaldskan drullukastsgír, sem Bjarni fór sem betur fer ekki í.
Að loknu Umhverfisþingi
13.10.2007 | 16:38
Sat Umhverfisþing í gær og í dag. Þar hélt Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ræðu og kynnti áherslur sínar sem umhverfisráðherra. Það kom mér á óvart að í kynningarriti hennar og í ræðu hennar minnst hún hvergi á sjálfbæra þróun. Hugtak sem er og verður að vera gegnumgangandi í allri umhverfisumræðu og var megininntak í ræðu hins aðalræðumanns þingsins, Achim Steiners framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðana. Ætla að leyfa henni njóta vafans og flokka þetta undir handvömm.
Ég efast ekki eina sekúndu um einlægan vilja hennar við að koma stefnumiðum sínum og öðrum góðum verkum í framkvæmd og ætla þar með ekki að vera jafn ósanngjarn og Samfylkingin var gagnvart umhverfisráðherrum Framsóknarflokksins í sinni gagnrýni. Verkefnin eru brýn og aðkallandi.
Málið snýst nefnilega um peninga og þá kemur að þætti Árna Mathiesen fjármálaráðherra og raunverulegan vilja Geirs H Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og ríkisstjórnarinnar allrar. Fram kom að framlög til málaflokksins, að undanskildum framlögum til Vatnajökulsþjóðgarðs og lausn húsnæðismála, myndu einungis halda í við verðlagsþróun. Engin raunhækkun.
Ég verð að segja að það er talsvert annar raunveruleiki en bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að maður tali nú ekki um fyrirheit Fagra Íslands.
Tökum dæmi úr áherslum ráðherra:- Ráðherra vill efla samstarf við sveitarfélög og frjáls félagasamtök á sviði náttúru og umhverfisverndar. Einnig vill ráðherra gera félagasamtökum betur kleift að leita sérfræðiaðstoðar við að gera athugasemdir og veita umsagnir um skipulags- og umhverfismál. Þannig geta þau veitt nauðsynlegt aðhald og gegnt eftirlitshlutverki sínu betur en nú er.
Í þennan lið eru ætlaðar 10 milljónir á næsta ári. Sama krónutala og á síðasta ári.
- Að rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða verði lögð fyrir Alþingi eigi síðar en 2009. Tryggt verði að mikilvægum svæðum verði ekki raskað meðan unnið er að heildstæðri flokkun allra nýtingarkosta
Í þetta verkefni finn ég ekki nema 60 milljónir í fjárlagafrumvarpinu. Rammaáætlun 1 kostaði 555 milljónir, en hér er verið að leggja til að endurvinna hluta hennar og klára Rammaáætlun 2, ef ætlunin var að fara í sömu vinnu og Framsókn lagði til í þjóðarsáttartillögum sínum. Áætlaður kostnaður við rammaáætlun 2 er um 3-400 milljónir og ef gera má ráð fyrir að 50-100 milljónir þurfi í endurvinnslu rammaáætlunar 1 er alveg ljóst að ríkisstjórnin stendur ekki að baki ráðherra með þessi fyrirheit.
Með lokaskilaboðum sínum á þinginu um að hún sæi fram á að verða andófsmaður í ríkisstjórninni virðist hún fyrirfram vera búin að gefast upp á að ná meira fjármagni til málaflokksins. Ég vona svo sannarlega að til þess þurfi ekki að koma og Samfylkingin í anda Fagra Íslands kosningaloforðapakkans og Sjálfstæðisflokksins í anda græna fálkans, sýni þessum málaflokki meiri upphefð en fjárlagafrumvarpið gefur tilefni til að ætla.
![]() |
Náttúruverndarmál rædd á Umhverfisþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisráðsmeirihluti - in memorium
12.10.2007 | 23:19
Ég verð að segja hreint eins og er, þótt það sé kannski óskaplega ótaktískt út frá skotgrafarhernaðartæknilegum sjónarhóli, en ég sé eftir meirihlutasamstarfinu með þeim Gísla Marteini og Þorbjörgu Helgu í umhverfisráði, þó ég styðji meirihlutaslitin og fagni nýjum meirihluta. Við höfum þegar náðum góðum árangri á mörgum sviðum og vorum að undirbúa góða hluti við að stíga áfram grænu skrefin okkar. Minnihlutinn var okkur sammála í flestum málum, meira svona abbó og pirruð að fá ekki að vera memm í öllu, þannig að það ættu ekki að vera margar 90° beygjur framundan í umhverfismálum borgarinnar með nýjum meirihluta. Áherslubreytingar, en engar kollsteypur.
Mergurinn málsins
12.10.2007 | 08:51
hefði samþykkt sjónarmið okkar og tekið tillit til þess........"
[Hanna Birna á tröppunum hjá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni]
Hættulegt sælgæti
10.10.2007 | 19:57
Nú hefur Umhverfisstofnun, yfirvald matvælamála á Íslandi, látið vita um niðurstöðu rannsóknar sem gefa til kynna að ofvirkni geti aukist eftir neyslu á blöndu af rotvarnarefni (E 211) og nokkrum litarefnum, sem algeng eru í sælgæti, t.d. hlaupi.
Á síðu UST kemur fram að nefnd sérfræðinga hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu skoðar nú niðurstöður breskrar rannsóknar á hvort neysla af rotvarnar- og litarefnum hafi áhif á hegðunarmunstur barna. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok janúar.
Mér er spurn: Meðan rökstuddur grunur er um að vara sem er í sölu hafi slæm áhrif á börnin okkar, er eðlilegt að hún sé áfram höfð til sölu?
Grundvallarstefnufesta Sjálfstæðisflokksins
8.10.2007 | 21:51
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins að standa ekki í þeim rekstri sem Reykjavik Energy Invest stæði í.
Það hlýtur þá að hafa verið sama grundvallarstefna sem lá að baki tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nú ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að stofna fyrirtækið á sínum tíma. Guðlaugur Þór vill að vísu ekki kannast við það í dag, amk lætur hann ekki ná í sig.
Það var einnig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem á grundvelli þessarar grundvallarstefnu samþykkti lög um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem tilgangur félagsins er "vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni."
Það hlýtur líka að vera sama grundvallarstefnan sem Illugi Gunnarsson, alþingismaður, lýsti á Stöð 2 í kvöld og sagði önnur lögmál gilda um opinberan rekstur og einkarekstur. Það var sami Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem undir forystu Friðriks Sophussonar fv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins, samþykkti stofnun HydroKraft með Landsbankanum. Ríktu þá önnur lögmál?
Það var einnig stjórn skipuð af Árna Mathiesen, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað að fara í fjárfestingar með Landsbankanum í Noregi. Man ekki hvort Árni Johnsen var í stjórn þá.
Þetta er sem sagt grundvallarstefnufestan sem verið er að vísa í.
![]() |
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja útrás jarðhitans?
8.10.2007 | 08:59
Ef farið verður í að selja hlut OR í REI núna strax, með írafári og söng, er að mínu mati verið að setja alla þessa góðu hugmynd í uppnám. Hver vill vinna með aðila sem er í uppnámi?
Það er margt í því hvernig staðið var að samrunaferlinu sem hefði mátt vanda betur og ber stjórnarformaður OR og REI mikla ábyrgð þar, en það breytir því samt ekki að hugmyndin með sameiningunni er góð. Það er um að gera að pakka þessari þekkingu okkar í útflutningsvænan búning. Ef OR dregur sig algerlega út úr þessu, verður að skilja algerlega á milli þessara tveggja fyrirtækja, er um tvennt að ræða fyrir þá starfsmenn sem búa yfir þeirri verðmætu þekkingu sem málið snýst um. Að fara eða vera. Hvorugt er gott. Ef þeir fara til REI, hefur OR ekki aðgengi að þeim lengur fyrir sína starfsemi og þeir hafa heldur ekki sama aðgengi að þeirri þekkingarsköpun sem verður til í OR, sem er jú stöðug. Ef þeir verða áfram hjá OR, er REI ákaflega innihaldslaust og því mun verðminna.
Er því allt tal um að OR dragi sig út úr REI á núverandi tímapunkti einingis til þess að stórminnka heildarverðmæti okkar borgarbúa.
Hingað til hef ég bara heyrt VG tala á móti því að selja þessa þekkingu úr landi. Ögmundur Jónasson er kominn með hugtakið heimsnýting í stað þjóðnýtingar, þar sem hann vill að við gefum þessa þekkingu að öllu leiti úr landi á vettvangi SÞ. Hlutur sem við höfum verið að gera gagnvart þróunarlöndum í einhverjum mæli, en af hverju ættum við að gefa Bandaríkjamönnum þessa þekkingu. Þetta er svo vitlaust hjá VG að það tekur ekki nokkru tali.
Getur verið að þessi læti í íhaldinu sé vegna þess að það voru ekki "réttir" aðilar, þeim þóknanlegir, sem fengu að kaupa?
Þótt mér finnist þessir kaupréttasamningar afar gagnrýniverðir svo ekki verði tekið dýpra í árinni, má ekki láta þau mistök sem gerð voru þar, verða til þess að við köstum milljörðum á glæ með því að eyðileggja þetta verðmæta fyrirtæki í pólitískum keiluslætti.
![]() |
Átti að vaða yfir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég á hlut í REI
6.10.2007 | 10:26
Að vísu ekki Reykjavík Energy Invest, heldur amerísku kaupfélagi með útivistavörur. Snilldarbúðir. Mæli með þeim. www.rei.com.
En að hinu íslenska REI. Mér finnst alveg frábært að verið sé að gera íslenska þekkingu á jarðhita að útflutningsvöru eins og verið er að gera með þessum tveimur fyrirtækjum, sem eru nú orðin að einu enn öflugra fyrirtæki, sem vonandi mun veita íslenskum sérfræðingum góð störf og eigendum sínum góðan ábata. Ekki spillir fyrir að hafa forsetaembættið í hlutverki markaðsstjóra um allar jarðir. Með stofnun REI er verið að aðskilja þennan áhætturekstur frá grunnþjónustu OR, sem er gott en sá hluti á ávallt að vera í eigu okkar notendanna.
Í framhaldinu má alveg ræða það hvort rétt sé að selja hlut OR í REI, þegar séð er fyrir hversu gífurleg verðmæti eru fólgin í fyrirtækinu og búið er að frumkanna þá markaðsmöguleika sem til staðar eru. Ég er þess fullviss að sá tímapunktur sé alls ekki kominn og bíða eigi í nokkur ár með sölu, svo við borgarbúar fáum notið þeirrar verðmætaaukningar sem það mun hafa í för með sér.
En að sjálfsögðu á að taka svona stórar ákvarðanir þannig að þær séu hafnar yfir allan vafa og vonandi mun Svandís Svavarsdóttir leggja fram kæru til að komast að því hvort svo sé. Rétt skal vera rétt í því sambandi. Mér finnst Haukur Leósson formaður stjórnar OR hafa gert mistök með því að keyra þetta góða mál eins og hann gerði. Yfirlýsing um vilja til sameiningar, með fyrirvara um samþykki eigenda hefði verið nægjanleg til að kynna málið núna, sem var nauðsynlegt, en fara svo vandlega yfir málið með þeim sem ákvarðanirnar eiga svo að taka fyrir hönd okkar borgarbúa.
Fram hefur komið að til stendur að bjóða almenningi hlut í REI á sama gengi og starfsmönnum OR og REI í tengslum við hlutafjárútboð. Ef rétt er, er ekki um spillingu að ræða, heldur PR klúður í stærri kantinum. Ef almenningi í Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð verður ekki boðinn hlutur á sama gengi er um spillingu að ræða.
![]() |
Tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott...
4.10.2007 | 22:06
![]() |
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða miskabætur og sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Epli og appelsínur fjármálaráðherra
3.10.2007 | 16:16
Á hinu háa Alþingi fóru áðan fram umræður um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í umræðum um eina þeirra, sem ríkisstjórnin hafði reyndar ekki fyrir að kynna en ætti að koma til frádráttar mótvægisaðgerðunum, en það er afnám flutningsjöfnunar olíuvara, sem skv fjárlagafrumvarpinu er um 400 milljóna byggðamál, féll fjármálaráðherra í þá gryfju að halla réttu máli. Hélt hann því fram að við afnám flutningsjöfnunar olíuvara myndi það sama gerast og þegar flutningsjöfnun sements var afnumin, en við afnám flutningsjöfnunar sements hefði flutningskostnaður lækkað.
Á þessum tveimur flutningsjöfnunum er reginmunur. Sementsverksmiðja ríkisins fékk greitt samkvæmt reikningi fyrir sinn flutning og var því engin hvati til hagræðingar. Flutningsjöfnun olíuvara er aftur á móti greidd samkvæmt samræmdri töflu sem hið opinbera gefur út fyrir hvern stað á landinu og hagnast flutningsaðilar því ekki á því að stunda óhagkvæma flutninga. Stenst fullyrðing fjármálaráðherra því engan vegin.
Þetta ætti fjármálaráðherra að vita og því er hann að bera saman appelsínur og epli, hallar vísvitandi réttu máli í þessum umræðum og má hafa skömm fyrir.