Lýðræðislegt viðbragð Ögmundar

Það er gott að sjá að Ögmundur Jónasson áttar sig á því að hann býr í lýðræðisþjóðfélagi.

Þær skotgrafir sem ESB umræðan hefur alltaf leitað í er mein í íslensku samfélagi og þjóðfélagsumræðu. Hvað ESB aðild hefði í för með sér er ekki vitað og því geta menn á báðum köntum gefið sér forsendur og ráðist á þá sem ekki eru þeim sammála með offorsi í stað vitrænnar umræðu um hluti sem liggja á borðinu.

Ögmundur er ekki hræddur við dóm þjóðarinnar og er reiðubúinn að starfa áfram í hennar þágu, þótt hans skoðun verði undir. Fyrir það ber að hrósa honum, enda er hann með þessu að sýna lýðræðislegan þroska. Þroska sem fleiri þátttakendur í Evrópuumræðunni mættu taka sér til fyrirmyndar.

- og hananú


mbl.is Vill kjósa um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason tekur þátt í smjörklípustríði Samfylkingarinnar

Egill Helgason boðaði mann til sín í Silfur Egils í dag sem fékk óáreitt og án nokkurra andsvara að koma fram með einhliða áróður gegn Framsóknarflokknum og tengslum viðskiptalífsins við fyrrverandi forystumenn hans.

Egill lætur alveg eiga sig að setja manninn í það samhengi sem áhorfendur eiga rétt á að vita að hann sé í, þegar hann ræðir Giftarmálið, sem virðist vera ljótt mál, og Gunnar Axel Axelsson notar til að ausa auri yfir þá 12.000 manns sem eru félagar í Framsókn.

Gunnar Axel er nefnilega formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Gunnar Axel virðist vera að leika sama leik og allir Samfylkingarmenn eru að gera þessa dagana, það er að kenna einkavæðingu bankanna um bankahrunið.

Tilgangurinn er að  reyna að leiða sjónum manna frá því að bankahrunið á sér einungis 15 mánaða aðdraganda. Samfylkingin virðist alveg "gleyma" því að Glitnir var að megninu til ekki einkavæddur og að í dag talar enginn Samfylkingarmaður um annað en að selja eigi bankana á ný. Slíkt er ekkert annað en viðurkenning á því að það hafi verið rétt skref á sínum tíma að selja bankana, þótt söluferli þeirra sé alls ekki hafið yfir gagnrýni.

Gunnar ásakaði undir lok síns málflutnings að félög tengd Halldóri Ásgrímssyni hafi hagnast á einkavæðingu bankanna. Um hvaða félög er maðurinn að tala um?


mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband