Alþingi brást - gerir forsetinn það líka?
30.12.2009 | 23:41
Nú hefur meirihluti Alþingis brugðist þjóð sinni með því að samþykkja Icesave.
Stjórnarþingmenn segja Icesavemálið afleiðingu einkavæðingar bankanna. Það er rangt. Það er afleiðing slælegs eftirlits með bankastarfsemi og gallaðs regluverks og afleiðing slælegra og óvandaðra vinnubragða við í milliríkjasamskiptum, samningagerð og alla málsmeðferð þess.
Það að kenna einkavæðingu bankanna um Icesave er enn furðulegri í ljósi þess að þessir sömu þingmenn hafa samþykkt að einkavæða þá á ný Rökleysan er endalaus. Spuninn ræður öllu. Allt fyrir völdin.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað Forsetinn gerir, hvort ætli hann bregðist þjóð sinni einnig.
Hann hefur að mínu mati tvo kosti í stöðunni.
- Að neita að skrifa undir lögin og vísa þeim til þjóðarinnar, sem er rökrétt framhald af ákvörðuninni um fjölmiðlalögin og rökrétt framhald af áritun Forsetans á fyrri Icesavelögin.
- Að segja af sér og fela handhöfum forsetavalds að undirrita lögin og bjarga þar með draumaríkisstjórn sinni.
Hvorugur kosturinn er honum auðveldur, en sá á kvölina sem á völina.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er skjalastýringu ríkisstjórnarinnar eiginlega háttað?
30.12.2009 | 16:03
Hvernig í veröldinni getur það verið að leita þurfi til erlendra aðila til að útvega gögn sem fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið eiga að hafa undir höndum frá samninganefnd sem fór fyrir þeirra hönd til að fjalla um eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.
Þessi gögn virðast öll vera samskipti milli lögmansstofunnar bresku og íslenskra embættismanna.
Þar með eiga þau öll að liggja fyrir innan stjórnsýslunnar og vera aðgengileg þingmönnum úr þeirri átt.
Hvað er eiginlega um að vera?
Þetta getur ekki verið eðlileg skjalastjórnun
![]() |
Búnir að fá tölvupóstana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sendiherra nennir ekki að mæta
30.12.2009 | 11:29
Svavar Gestsson, maðurinn sem nennti ekki að vinna vinnuna sína í samningunum við breta og hollendinnga um Icesave, nennir heldur ekki að standa fyrir máli sínu gagnvart Alþingi.
Ég hélt að sendiherra bæri hrein og klár skylda til að hlýða slíku kalli.
Ef ekki lögleg, þá siðleg.
Svona menn á að áminna og víkja frá störfum...
![]() |
Svavar neitaði að mæta á fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki nóg komið af einkakratavinavæðingunni?
27.12.2009 | 13:36
Sama hversu traustur og heiðarlegur maður Jón Sigurðsson krati er, er ekki heppilegt eða eðlilegt að hið opinbera feli honum enn fleiri trúnaðarstörf, meðan störf hans sem formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformanns Seðlabankans í hruninu, eru ekki fullrannsökuð.
Þetta eru jú þær tvær lykilstofnanir, sem báru ábyrgð ásamt ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á viðbrögðum hins opinbera á hruninu.
Það er ekki hægt að halda því fram að störf þeirra og þar með hans, séu hafin yfir allan vafa.
Þessi einkakratavinavæðing er því afar óheppileg og ekki til trausts fallin.
![]() |
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skelfingin ein á methraða
22.12.2009 | 13:38
Að meirihluti fjárlaganefndar séu með það vonda samvisku að þeir telji sig knúna til að senda út fréttatilkynningu þar sem ósómanum er lýst með augum þeirra, er ekki annað en staðfesting á því hversu illa er komið fyrir honum.
Þeir geta ekki gefið út nefndarálit, þar sem færð eru málefnaleg rök fyrir afstöðu meirihlutans, heldur hafa spunameistarar ríkisstjórnarinnar kokkað saman áróðursplagg, í formi fréttatilkynningar, þar sem einungis er fjallað um málsmeðferðina.
Í engu er fjallað um þau atriði sem fram komu og taka ber afstöðu til.
Tilgangurinn virðist vera að fela rökþrotið með því að fjalla bara um formið.
![]() |
Icesave tekið út úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skynsemin ræður - að lokum
5.12.2009 | 11:12
Icesavemálið er með þeim stærri sem Alþingi hefur tekist á við og hefur heldur óbjörgulega verið haldið á því.
Fautagangur meirihluta fjárlaganefndar, sem afgreiddi málið í andstöðu við minnihluta og anda þingskapa orsakaði þessi viðbrögð minnihlutans, enda fáránlegt að afgreiða málið úr nefnd án nákvæmrar yfirferðar nefndarinnar, sem er sá vettvangur sem velta á við öllum steinum. Ekki þingsalur Alþingis.
Þess vegna er þetta skynsamleg niðurstaða, að taka málið gaumgæfilega fyrir í nefndum þingsins, sem meirihlutanum hefði verið best að gera strax og fjárlaganefnd gerði þessi mistök.
![]() |
Þingfundur hafinn á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |