Skynsemin ræður - að lokum

Icesavemálið er með þeim stærri sem Alþingi hefur tekist á við og hefur heldur óbjörgulega verið haldið á því.

Fautagangur meirihluta fjárlaganefndar, sem afgreiddi málið í andstöðu við minnihluta og anda þingskapa orsakaði þessi viðbrögð minnihlutans, enda fáránlegt að afgreiða málið úr nefnd án nákvæmrar yfirferðar nefndarinnar, sem er sá vettvangur sem velta á við öllum steinum. Ekki þingsalur Alþingis.

Þess vegna er þetta skynsamleg niðurstaða, að taka málið gaumgæfilega fyrir í nefndum þingsins,  sem meirihlutanum hefði verið best að gera strax og fjárlaganefnd gerði þessi mistök.


mbl.is Þingfundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er í hæsta máta óeðlilegt að Íslenska Ríkið sé yfirleitt að skipta sér af þessu skuldamáli. Það má t.d. ekki ljúka rannsókn á bönkunum. Icesave er glæpamál og þá eru dómstólar sem eiga að fjalla um málið.

Ekki amtörar í ráðherrastólum eða á þingi. Það er nákvæmlega ekkert skynsamt í gangi í stjórnmálum á Íslandi í dag...

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband