Er meirihlutastjórn á þingi?
11.5.2009 | 08:56
Mér finnst með ólíkindum sú smán sem VG og Samfylking bjóða þjóðinni upp á með þessari samstarfsyfirlýsingu.
Þetta er ekki einu sinni stjórnarsáttmáli, bara "viltu vera memm" samstarfsyfirlýsing.
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst sig óbundna af innihaldi samstarfsyfirlýsingarinnar, vísa til þess að hver og einn þingmaður eigi að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. Gott og vel.
Það þarf því að fara yfir það í hverju máli hvort meirihluti sé fyrir málum og ljóst að stjórnarfrumvörp munu ekki þurfa að fara samþykkt í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna, þannig að í framkvæmd er ennþá minnihlutastjórn við völd.
En það sem er furðulegast er að í þessu spinni virðist Samfylkingin ætlast til þess að þingmenn minnihlutaflokkanna fylgi flokkslínunni út í hörgul !
Hvers konar vinnubrögð eru þetta!!!
![]() |
Þingmenn lýstu yfir andstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlalög á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar
10.5.2009 | 20:58
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú þurfa Íslendingar að sýna manndóm
8.5.2009 | 11:10
Í framhaldi af þessum fréttum verða íslensk stjórnvöld að senda IMF formlega, opinbera fyrirspurn um hvort, hvernig og á hvaða grunni IMF sé að eiga í samningaviðræðum við þriðja ríki um málefni sjálfstæðrar þjóðar.
Ef rétt er, er þetta mikið meira en óásættanlegt.
Sömuleiðis verður forsætisráðherra að kalla breska sendiherrann á sinn fund og fara fram á skýringar.
Nú verður að bregðast við af festu og manndómi. Samfylkingin verður að reka af sér slyðruorðið gagnvart flokksbræðrum sínum í bretlandi.
![]() |
Bretar að semja við IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Furðuleg staða
6.5.2009 | 11:35
Ég er ánægður með að Seðlabankinn skuli hafa milligöngu um að minnka krónubréfavandann með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum að kaupa krónubréf gegn greiðslu í erlendum tekjum.
Þetta er sorglegur vitnisburður um aðgerðarleysi og dugleysi ríkisstjórnarinnar, það þetta skuli virkilega vera eini fjármögnunarmöguleiki fyrirtækjanna í dag, meðan bankarnir eru algerlega þurrir og eru alls ekki að sinna fyrirtækjum landsins.
Eðlilegra hefði verið að Seðlabankinn hefði úthlutað þessu verkefni til viðskiptabankanna, enda ættu þeir að þekkja forsendur fyrirtækjanna mun betur en Seðlabankinn, en því miður virðist Seðlabankinn ekki meta bankana hæfa til þess.
Hvert ætli sé þá mat erlendra kröfuhafa til bankanna fyrst Seðlabankinn metur þá svona?
![]() |
Seðlabankinn vill samstarf við fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar Samfylkingin að bjóða upp á stjórnleysi?
5.5.2009 | 09:13
Að ætla Framsókn og Borgarahreyfingunni að leysa ESB málin fyrir Samfylkinguna og VG er þvílík endemis vitleysa og vanvirða við kjósendur og þjóðina að maður trúir vart eigin augum.
Í aðildarviðræðum reynir á alla ráðherra. Alla.
Líka VG ráðherrana. Ef við gerum ráð fyrir óbreyttri ráðuneytaskiptingu, á þjóðin þá að horfa upp á umhverfisráðherra sem er andsnúin því að ná niðurstöðu semja um umhverfismálin, á þjóðin að horfa upp á heilbrigðisráðherra sem er andsnúinn því að ná niðurstöðu semja um heilbrigðismál, á sjávarútvegsráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um sjávarútvegsmálin og á landbúnaðarráðherra sem ekki vill ná niðurstöðu að semja um landbúnaðarmálin?
Þetta er algert stjórnleysi.
Slíkur samningur getur aldrei orðið viðunandi og í raun er Samfylkingin með þessu að koma í veg fyrir að Ísland geti gengið í ESB.
Þetta getur Samfylkingin ekki boðið þjóðinni upp á.
![]() |
ESB-málið til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nóg að gert í meintri kreppu
4.5.2009 | 09:29
Jóhanna Sigurðardóttir:
"Ég held að úrræðin sem við höfum þegar gripið til komi til með að duga en menn verða að hafa í huga að ýmsar aðgerðir hafa ekki ennþá komið að fullu til framkvæmda, svo sem hækkun á vaxtabótum og greiðsluaðlögunin"
... það var og
18.000 atvinnulausir, 100 fyrirtæki fara í þrot í hverjum mánuði, bankarnir þurrir, fyrirtækin fá ekki rekstrarfé og ekkert virðist bóla á því, og Jóhanna vogar sér að halda þessu fram. Þetta er ekki nóg!
Helsta gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, S og VG á leiðréttingu höfuðstóls íbúðalána er sú að hún gæti komið einhverjum vel sem ekki færi annars í þrot.
Hvernig ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja að einhverjir fái vaxtabætur, sem ekki þurfi nauðsynlega á þeim að halda?
Vill hún að meirihluti þjóðarinnar fari í greiðsluþrot?
![]() |
„Viljum hafa fast land undir fótum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB umsókn fyrst eftir 2 ár?
3.5.2009 | 20:23
Það þarf að breyta stjórnarskránni áður en Ísland getur gengið í ESB. Það kallar á kosningar til Alþingis.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að sú ríkisstjórn sem er í burðarliðnum, ætli sér að starfa út kjörtímabilið.
Það þýðir að Ísland gæti í fyrsta lagi gengið inn í ESB 2013, sem þýðir að aðildarviðræður munu í fyrsta lagi að hefjast eftir 2 ár, þvert á kosningaloforð Samfylkingarinnar.
![]() |
Ný ríkisstjórn um næstu helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Minnihlutastjórn í undirbúningi
1.5.2009 | 23:50
Áttaði mig ekki á því fyrr en núna, en Samfylkingin og Vinstri græn hafa minnihluta greiddra atkvæða á bakvið sig, eða 49,7% og eru því minnihlutastjórn, þótt þau hefðu meirihluta þingmanna á bakvið sig, 34, til að byrja með í það minnsta.
SOB hefði nákvæmlega helming greiddra atkvæða en samt bara 33 þingmenn.
Bónusstjórnin (D og S) hefði 51,6% greiddra atkvæða á bakvið sig og 36 þingmenn.
VDO hefði 50,8% og 34 þingmenn
Þannig er nú þetta...
![]() |
Hlé á viðræðum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |