Skjótið með opin augun!
31.5.2010 | 00:19
Í minni sveitarfélögum skipta þeir einstaklingar sem eru í framboði hverju sinni mikið meira máli en í stóru sveitarfélögunum. Þar ná frambjóðendur að kynna sig persónulega við hvern og einn, en í stóru sveitarfélögunum er það ekki hægt og því skiptir almenn ímynd miklu meira máli og þar með ímynd þess flokks sem þeir bjóða fram fyrir.
Í stærri sveitarfélögunum skiptir staða landsmála því miklu meira máli.
Á því er gagnrýni Guðmundar byggð, ef ég hef skilið hann rétt.
Ungir Húnvetningar verða að hafa það í huga og því dugar sú röksemd að vel hafi gengið á landsbyggðinni ekki. Þeir verða að skjóta með augun opin fyrir því.
Heiðarleg málefnaleg gagnrýni er hluti af lýðræðinu og er ósk hinna ungu Húnvetninga því miður vitnisburður um gamla tíma, þar sem reykfyllt bakherbergi voru fastar innréttingar og menn eigi að biðjast afsökunar á skoðunum sínum.
![]() |
Gagnrýna þingmann sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðareglur Samfylkingarinnar
28.5.2010 | 12:32
Á síðasta flokksþingi Framsóknar var samþykkt að setja öllum sem starfa innan flokksins siðareglur.
Nefnd hefur kynnt drög að þeim og verða þær lagðar fyrir næsta flokksþing, sem haldið verður í vetur, til samþykktar.
Þannig að fordæmið er komið fyrir Samfylkinguna og er þeim örugglega meira en velkomið að taka þær reglur upp í sínu starfi, enda liggur umtalsverð vinna að baki þeim drögum sem fyrir liggja.
![]() |
Segir Steinunni marka spor í sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í hvaða liði eru fjölmiðlar?
12.5.2010 | 10:07
Sérstakur saksóknari fór fram á að gæsluvarðhaldsúrskurðir héraðsdóms og hæstaréttar yfir Kaupþingsmönnum væru ekki birtir, þar sem það gæti skaðað rannsóknina.
Hann gerir það varla að gamni sínu
Samt birta fjölmiðlar úrskurðina um leið og þeir komast yfir þá...!
![]() |
Kerfisbundið og skipulagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er formanni stjórnar Seðlabankans sætt?
6.5.2010 | 11:28
Nú liggur fyrir yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún hafi ekki gefið loforð um launakjör seðlabankastjóra.
Það er þvert á yfirlýsingar Láru V Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, en hún er jafnframt formaður stjórnar.
Í mínum huga verður Lára að útskýra sitt mál og sama hvernig því er háttað er einsýnt að hún verður að segja af sér. Annaðhvort fer hún með ósannindi, sem ég tel afar ólíklegt, og ber því að segja af sér, eða að hún nýtur ekki lengur trausts ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að skilja hana eftir úti í kuldanum og ber því þá auðvitað að segja af sér, rúin trausti.
![]() |
Segist engin loforð hafa gefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúverðugleiki að veði
6.5.2010 | 09:16
Nú liggur fyrir að orð Seðlabankastjóra og formanns stjórnar Seðlabankans standa á móti orðum aðstoðarmanns forsætisráðherra, Hrannars B Arnarssonar.
Forsætisráðherra verður að koma fram og kveða upp úr með hver lofaði hverjum hverju.
Í framhaldinu þurfa annaðhvort formaður stjórnar Seðlabankans, þá ber að ósannsögli, eða aðstoðarmaður forsætisráðherra, þá ber að ósannsögli, að víkja.
![]() |
Gaf Má ekki loforð um launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spilling spilling seig þú ert...
5.5.2010 | 11:47
Það er með ólíkindum, í ljósi þeirra digurbarkalegu yfirlýsinga sem núverandi stjórnarherrar höfðu um fyrri ríkisstjórnir, oft með réttu, að þetta skuli virkilega vera staða mála.
Að núverandi ríkisstjórn firrist við að verða við tilmælum GRECO, ríkjahóps Evrópuráðsins gegn spillingu sýnir að í þessum málaflokki, eins og öðrum virðast yfirlýsingar þeirra vera orðin tóm.
Engar efndir í þessu sem öðru.
![]() |
Eftirfylgni Íslands óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |