Aldrei of varlega farið
8.6.2007 | 10:11
![]() |
Hann gat ekki fótað sig, straumurinn tók hann" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna ég treyst'á þig,
7.6.2007 | 14:05
Jóhanna ég treyst'á þig,
bankar vilja beygja mig,
til að versla bar'við sig
það yrði voða dýrt.
![]() |
Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drýpur smjör af hverju strái
7.6.2007 | 12:49
![]() |
Afkoma ríkissjóðs betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær fórum við af lista hinna staðföstu þjóða?
5.6.2007 | 22:46
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ráðuneytaskipan á að vera sveigjanleg
5.6.2007 | 08:57
Sat í starfshópi innan Framsóknar þar sem við fórum yfir stjórnarráðið. Var meginniðurstaða hópsins að hætta ætti að horfa á ráðuneytin sem þær föstu einingar sem þær hafa verið, heldur eigi frekar að horfa á skrifstofurnar sem fastar einingar, sem forsætisráðherra gæti skipað í ráðuneyti með reglugerð.
Taldi hópurinn að skipan málaflokka í málefni ætti að endurspegla þau verkefni sem væru á dagskrá viðkomandi ríkisstjórnar. Sem dæmi um ráðuneytaskipan sem hópnum þættu eðlileg var fjallað um forsætis-, utanríkis-, fjármála-, innanríkis-, velferðar-, atvinnuvega-, menntamála-, umhverfis- og heilbrigðisráðuneyti, sem þó gæti verið hluti velferðarráðuneytis. Væru þá 8-9 ráðuneyti, sem skiptu með sér verkum. Efla þyrfti pólitíska forystu ráðuneytanna, til að stemma stigu við pólitískum ráðningum inn í ráðuneytin sjálf, sem fengju þar með "frið" til að vera óháðari.
![]() |
Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Himneskur kræklingur
4.6.2007 | 22:26
Nenni ekki að skrifa um pólitík núna. Rakst á snilldarkræklingauppskrift um daginn sem ég hef notað nokkrum sinnum síðan með góðum árangri.
Nota frystan krækling, en það er auðvitað hægt að nota ferskan krækling, sem þá þarf að dampa/sjóða í vatni eða hvítvíni.
500 gr af krækling er opnaður og annar hluti skeljarinnar fjarlægður. Hlutanum með fiskinum er komið fyrir í eldföstu móti.
50 gr af bræddu smjöri er blandað við 50 gr af ólívuolíu, salt og pipar og sett yfir 100 gr af rifnum parmesan og hrært. Út í blönduna er settur slatti af ferskri smátt saxaðri steinselju og rifi af hvítlauk, ef vill.
Blandan er sett yfir kræklinginn og bakað eða grillað við talsverðan hita 200-250°C þangað til að gumsið byrjar að brúnast.
Það er gott að hafa smá soð eða safa af kræklingnum í forminu, sem er hægt að dýfa brauði í og borða með þessum frábæra forrétti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirgangur framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafarvaldinu
4.6.2007 | 11:52
Það lýsir vanvirðing við löggjafarvaldið þegar sáttmáli um fyrirkomulag og stefnu framkvæmdavaldhafanna innifelur atriði er varða löggjafarvaldið.
Val á Forseta Alþingis er hluti af því, breyting á þingsköpum, með breyttri nefndaskipan og með setningu siðareglna. Hvenær hefur framkvæmdavaldið eitthvað yfir löggjafarvaldinu, sem er valið beint af kjósendum að segja í þessum efnum. Þeim ferst líka, þessum flokkum að tala um siðareglur, sem ekki vildu opinbera eigin hagsmunatengsl á síðasta kjörtímabili, meðan að Framsókn og VG brutu blað í íslenskri stjórnmálasögu með því. Íhaldið og kratarnir vildu það ekki. Af hverju ætli það hafi verið.
Um leið og þetta er gert, reynir ISG að telja fólki trú um að hún vilji auka veg og virðingu Alþingis í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Ja, heyr á endemi.
Guðmundur Hallvarðsson fer vísvitandi með rangt mál í ræðu
3.6.2007 | 23:10
Það er sorglegt þegar menn falla í þá gryfju að fara með rangt mál í ræðustól á opinberum vettvangi. Í þá gryfju féll Guðmundur Hallvarðsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis í dag, þegar hann lýsti því yfir að búið væri að koma á stofn alþjóðlegri kaupskipaskrá á Íslandi sem stæðist samanburð við skipaskrár nágrannalandanna og skildi ekkert í því af hverju íslenskar kaupskipaútgerðir skráðu ekki skip sín aftur heim.
Hann veit að það er ekki rétt, hef sjálfur sagt honum það og fjöldi manna úr kaupskipaútgerðinni sem hann hefur hitt, enda vildi hann ekki fá umsagnir um málið þegar hann fékk það til meðferðar í samgöngunefnd, svo það væri ekki skjalfest.
Málið er að í íslensku lögunum er sagt að íslenskir kjarasamningar skuli gilda um þau skip sem skráð eru í alþjóða skipaskrána. Það er ekki í færeysku skipaskránni sem hann vísaði til, heldur er gerð krafa um að ILO kjarasamningar gildi. Um er að ræða mikinn mun sem útgerðir í alþjóðasamkeppni geta ekki horft fram hjá.
Þetta er Guðmundi fullljóst og fer hann því vísvitandi með rangt mál í ræðustól á Sjómannadegi. Það er sorglegt og ber honum að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu gagnvart íslenskum kaupskipaútgerðum sem hann er í raun að brigsla um andíslenska framkomu með orðum sínum.
Tekur Hafró ekki tillit til fæðuveiðanna í þorsklíkönunum
3.6.2007 | 11:09
Fyrir nokkrum árum fór ég á fund hjá Hafró. Þar komst ég að þeim mönnum sem hafa með stofnlíkanagerð að gera. Spurði ég þá, hvort þeir tækju ekki tillit til loðnu og rækjuveiðanna í fæðuhluta þorsklíkansins og afát þorsks á þá stofna. Svo var ekki.
Ef það er ekki orðið þannig í dag, er ekki skrítið að rækjan skuli vera hrunin og loðnan eins og hún er, að maður tali þá ekki um þorskstofninni sem afleiðingu af því.
Vonandi er þetta ekki rétt hjá mér, en ef svo er hafa menn brugðist skyldu sinni, þá kannski vegna hræðslu við stóru útgerðirnar sem eru hvað sterkastar í bræðslufisknum. Það eru jú þeirra hagsmunir að ná kolefninu upp sem loðnu, en "missa" það ekki upp í þorskinn, þar sem aðrir eiga þann kvóta.
![]() |
"Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rökfesta Samfylkingarinnar um stimpilgjöld
2.6.2007 | 22:35
Í aðdraganda kosninganna gerðu Samfylkingarmenn lítið úr stjórnarflokkunum sem lögðu til að stimpilgjöld yrðu afnumin. Sögðust hafa lagt fram frumvörp um niðurfellingu stimpilgjaldanna og töldu lítið að marka stjórnarflokkana því þeir hefðu ekki gert þetta fyrir löngu, því þeir hefðu fellt tillögur þeirra á síðasta kjörtímabili.
Þess vegna var ég hissa á því að í stjórnarsáttmálanum stendur að stimpilgjöldin verði afnumin þegar ástandið á fasteignamarkaðnum leyfi það. Ég veit ekki betur en að fasteignamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð og í miklu ójafnvægi þegar Samfylkingin lagði fram sín frumvörp á sínum tíma. Svo ef eitthvað er að marka Samfylkinguna og hún snúi ekki 180 gráður í öllum málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða þessum hluta stjórnarsáttmálans eins og svo mörgum öðrum.