Tekur Hafró ekki tillit til fæðuveiðanna í þorsklíkönunum

Fyrir nokkrum árum fór ég á fund hjá Hafró. Þar komst ég að þeim mönnum sem hafa með stofnlíkanagerð að gera. Spurði ég þá, hvort þeir tækju ekki tillit til loðnu og rækjuveiðanna í fæðuhluta þorsklíkansins og afát þorsks á þá stofna. Svo var ekki.

Ef það er ekki orðið þannig í dag, er ekki skrítið að rækjan skuli vera hrunin og loðnan eins og hún er, að maður tali þá ekki um þorskstofninni sem afleiðingu af því.

Vonandi er þetta ekki rétt hjá mér, en ef svo er hafa menn brugðist skyldu sinni, þá kannski vegna hræðslu við stóru útgerðirnar sem eru hvað sterkastar í bræðslufisknum. Það eru jú þeirra hagsmunir að ná kolefninu upp sem loðnu, en "missa" það ekki upp í þorskinn, þar sem aðrir eiga þann kvóta.


mbl.is "Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Það er fagnaðarefni að sífellt fleiri Framsóknarmenn virðast nú vera reiðubúnir að rata af villum sinna vega og endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið.

Mættu þeir verða sem flestir. Þú ert á réttri leið í þessum pistli. En það eru ekki kolefni sem menn sækjast eftir í loðnunni. Það eru prótein og fitusýrur.

Ég hef margoft bent á að geggjaðar og gengdarlausar loðnuveiðar um margra ára skeið eru ein af alvarlegustu mistökunum sem við höfum gert. Þær veiðar hafa stórskaðað lífríkið við Ísland. Því vak það mikinn óhug þegar LÍÚ forkólfarnir í gær nánast hlökkuðu yfir því að ráðgjöfin núna væri ekki kolsvört - það hefði nefnilega fundist loðna!

Það verður að fjarlægja þessa menn frá öllum áhrifum á veiðiráðgjöf og ákvarðanatöku áður en enn ver fer því þeim er ekki sjálfrátt í rányrkjunni. Því miður gerist það ekki því Sjálfstæðisflokkurinn verndar þessa slordóna með öllum tiltækum ráðum og Samfylkingin er bullandi meðvirk og meðvitundalaus í ruglingu því þar eru tómir veifiskatar.

En vonandi fer Framsókn að vakna. Þar hefur löngum verið margt ágætt fólk.

Magnús Þór Hafsteinsson, 3.6.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur, þetta er rétt til getið hjá þér. Það er ekki tekið tillit til fæðuframboðs, annara spendýra en manna sem éta margfalt meira en við veiðum, afráns (stofninn étur sjálfan sig) eða hitastigs, dánastuðullinn er alltaf 20%!   Þú ættir að spyrja þá hjá Hafró hvort þú megir skoða veiði- og stofnstærðarlíkanið þeirra sem mér skilst að sé ofani kjallara. Þeir voru ekki lítið stoltir þegar Gunnar tölfræðingurinn þeirra sýndi þetta fyrirbrigði í sjónvarpinu fyrir um 20 árum.   Má ég þá heldur biðja um stjörnuspekikort frá  Gulla Bergmann. Ég vona að framsóknarmenn og frjálslyndir taki höndum saman í stjórnarandstöðunni um að efla gagnrýna hugsun og sjálfstæðar rannsóknir í sjávarútvegi.

Sigurður Þórðarson, 3.6.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Á hvaða formi kolefnið er, prótein eða fitusýrur er ekki aðalatriðið. Í sjónum er ákveðin frumframleiðsla lífmassa sem við eigum að skipuleggja og hámarka verðmætin á með því að hleypa honum upp í gegnum vistkerfið og taka hann út þar sem hann nýtist sem best. Ég horfi á þetta með mínum umhverfisverkfræðiaugum, þar sem heildarmassajafnvægi skiptir meira máli en einangraður viðgangur hverrar einstakrar tegundar. Aftur á móti verð ég að segja að þær tillögur sem Frjálslyndir hafa verið með í stýringu á veiðunum tel ég ekki þær sem eru best fallnar til að ná þessari hámörkun. Aflamarkshugsunin er að mínu mati sú besta, en útfærsluna á henni og sjálfstæði þeirra vísinda sem að baki hennar þarf að búa þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar. Tel ég að fram komi afar spennandi tillögur frá Framsókn í þessum málum á komandi misserum.

Sigurður: það eru sorgleg tíðindi sem þú staðfestir.

Gestur Guðjónsson, 3.6.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Forsend fyrir því að menn reyni að færa málin til betri vegar er væntanlega að viðurkenna að eitthvað megi betur fara.  Á það hefur skort en við  skulum ekki halda okkur við sagnfræðina. Það var vissulega gott innlegg hjá Birni Inga í dag.   Aflamark á skip hefur einn stórann vankant sem er brottkast. Það' er allt gott um að menn horfi á þetta með umhverfisverkfræðingsaugum. Kannski er það sú sýn sem okkur vantar?  Fram til þessa hafa verið kallaðir til talna-og hagfræðispekingar með takmarkaða líffræðiþekkingu til að láta "ljós" sitt skína. Þessir menn tala gjarnan um hagræðingu í veiðum á þorskstofninum, sem þeir hafa í eintölu og þeir átta sig þar af leiðandi  ekki á að styrkur þorpanna liggur í nálægð þeirra við staðbundin fiskimið.  

Sigurður Þórðarson, 3.6.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála

Gestur Guðjónsson, 3.6.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband