Spekingur spjallar
18.7.2008 | 23:11
Það er gott að sjá að nýráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra hafi það forgangsatriði á hreinu að berjast þurfi við verðbólguna. Vonandi hefur hann líka á hreinu það forgangsatriði að halda atvinnuleysi niðri.
Reyndar er ráðning Tryggva Þórs, eins hæfur og hann er örugglega í þetta verkefni, viðurkenning og staðfesting á því algera ráðaleysi sem hingað til virðist hafa ríkt hjá ríkisstjórninni í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin hefur reynt að spila kúl og láta á engu bera, sagst vera að fylgjast með og ekkert verði gert í óðagoti, meðan að raunveruleikinn virðist hafa verið alger ósamstaða og kjarkleysi til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegt er að taka í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Vonandi munu Tryggvi geta brýnt ríkisstjórnina til verka. Tími er til kominn og hefur almenningur og fyrirtæki landsins þegar borið nóg tjón af ráðaleysi hennar.
![]() |
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En milliard her og milliard der...
18.7.2008 | 00:02
...det samler sig op til penger, á forstjóri Norsk hydro að hafa sagt einhverntíma.
Það er spurning hvað honum þætti um þá eitt þúsund milljarða sem ég hef fært rök fyrir að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka Íslands þurfi að vera, ættum við að halda myntinni sjálfstæÆtli ðri.
Til að útvega þá peninga þarf að taka lán. Ætli vaxtagreiðslurnar af því láni yrðu ekki í kringum 30-50 milljarðar á ári.
Ætli Seðlabanka Evrópu þætti ekki gott að fá slíka upphæð fyrir að tryggja íslenska krónu með tvíhliða gengissamningi, þar sem íslenska krónan yrði bundin evrunni, svipað og Danir hafa gert, fyrst við þýska Markið og nú við evruna. Spurning hvort jafnvel væri ekki hægt að réttlæta hærri upphæð, t.d. með núverandi kostnaði gengismun.
...og báðir aðilar njóta góðs af meðan við áttum okkur á því hvað við viljum í Evrópumálum.
Nóatún svínar á reyktum svínasíðum
16.7.2008 | 22:39
Keypti þetta beikonbréf um daginn í Nóatúni Nóatúni. Rak augun í verðið þegar ég var búinn að opna bréfið og sá þá að miðinn var upp á tæpt kíló. Setti bréfið á vogina, tók mynd af því og sendi Nóatúni á uppgefið netfang á heimasíðu þeirra. Vigtin mín segir 269 gr, en bréfið segir 950 gr.
Í sjálfu sér er allt í lagi að gerð séu mistök við vigtun, ef engin mistök væru nokkurn tíma gerð væri verið að eyða of miklu í gæðaeftirlit. En þegar fyrirtæki svara ekki kvörtunum og gera enga tilraun til að leiðrétta mistök eins og í þessu tilfelli er það ekki ásættanlegt.
Ríkisstyrkt Ker í einkaeigu
15.7.2008 | 15:03
Þetta Kermál er afar merkilegt í alla staði.
Nú hefur komið fram að Ferðamálastofa hefur veitt styrki til að bæta aðgengi að Kerinu, en fé sem veitt er í þann úthlutunarsjóð er ætlað til að bæta aðgengi ferðaþjónustufyrirtækja að áhugaverðum stöðum.
Ef hið opinbera er að veita styrki til að bæta aðgengi ferðamanna að stöðum án þess að sett séu skilyrði um aðgengi ferðaþjónustunnar er það alvarleg handvömm af hendi þeirra embættismanna sem ganga frá styrkjunum.
Ég tel grundvallarmun á því hvort almenningi sé heimiluð lögleg för um land og hvort ferðaskrifstofur megi hafa tekjur af því að sýna land í annarra eigu. Því hefði málstaður Kerfélagsins verið allur annar ef styrkurinn hefði verið veittur úr einhverjum náttúruverndarsjóði eða engin styrkur verið veittur.
Þetta leiðir huga manns að þeirri hliðstæðu þversögn sem felst í því að almannafé sé veitt í gegnum rannsóknarsjóði til einkaaðila sem geta svo gert sama almenning að féþúfu í gegnum einkaleyfi sem koma hugsanlega út úr þessum rannsóknum. Meira að segja Bandaríkjamenn hafa komið í veg fyrir slíkt. Ef almenningur hefur einu sinni greitt fyrir eitthvað í gegnum opinbera rannsóknar og þróunarstyrki ætti ekki að vera heimilt að endurrukka hann fyrir hið sama á ný að þróun lokinni.
Það er sama hvaðan gott kemur - eða hvað?
15.7.2008 | 13:08
Það er í það minnsta fróðlegt að lesa þennan pistils Stefáns Friðriks um hugmyndir Valgerðar Sverrisdóttur sem eru í svipaða veru og þær hugmyndir sem Sjálfstæðismenn mæra Björn Bjarnason fyrir núna.
"Voru flestir hissa á því að viðskiptaráðherra skrifaði svo illa ígrundaða grein"
Haldið var áfram.
"Svo var merkilegt að sjá kostulegan pistil Valgerðar á vef hennar í gær. Þar lætur hún ritstjóra Morgunblaðsins fá það óþvegið í kjölfar þess að Styrmir Gunnarsson ritstjóri, skrifaði í staksteinum á þá leið að gera verði þá kröfu til ráðherra að þeir hafi lágmarksþekkingu á þeim málaflokki sem þeim sé trúað fyrir."
Eigum við að byrja að rifja upp yfirlýsingar ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem hafa sýnt sig að vera í raun kostulegar og illa ígrundaðar og byggðar á lítilli þekkingu?
Nú er um tvennt að ræða fyrir Geir
14.7.2008 | 16:01
...að skipta krónunni út
...eða Birni
Sjálfstæðisflokkurinn fer varla að líða margar skoðanir á sama málinu eins og þeir gagnrýna samstarfsflokkinn réttilega fyrir.
![]() |
Evruhugmynd ekki ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1, 2 og glansbæklingur á kostnað borgarbúa
13.7.2008 | 23:49
Fékk þennan líka fína bækling inn um bréfalúguna fyrir helgina, en þar voru kynntar þær framkvæmdir sem til stendur að fara í á grundvelli verkefnisins, 1, 2 og Reykjavík.
Vefurinn 1, 2 og Reykjavík er til hreinnar fyrirmyndar sem tól fyrir okkur borgarbúa að hafa samband við borgina, en hér er því miður verið að kynna gamalt vín á nýjum belgjum og hafa áhugasama borgarbúa sem hafa tekið þátt í verkefninu að háði og spotti.
Ég fæ nefnilega ekki betur séð en að fyrir löngu hafið verið búið að ákveða að fara í megnið af þeim verkefnum sem þarna eru kynnt. Reglubundin viðhaldsverkefni gatna og lóða og svo verkefni sem Umhverfis- og samgönguráð hafði þegar ákveðið að fara í meðan ég sat í því í upphafi kjörtímabilsins í tengslum við Grænu skrefin góðu. Fjölgun ruslabiða, lagfæring og lagning hjólreiðastíga, göngustígagerð, endurnýjun og fjölgun bekkja, vatnshanar og fjölgun flokkunarstöðva fyrir úrgang.
Auðvitað eru einhver verkefni sem koma ekki úr Grænu skrefunum eða eru reglubundin, lögbundin viðhaldsverkefni, minna væri nú, en þau eru sorglega fá og er því greinilegt að hér er meiri auglýsingamennska en raunverulegur vilji til að bregðast við ábendingum borgarbúa um hvað mætti betur fara í borginni.
Það er góð búmennska að nýta hlutina vel, en er ekki full mikið að láta prenta glansbækling fyrir margar milljónir til þess eins að reyna að lappa upp á laskaða ímynd með endurnýttum fyrirætlunum um aðgerðir sem löngu er búið að ákveða að ráðast í?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orð dagsins...
13.7.2008 | 12:15
...á Ólafur Jóhann Ólafsson um REI málið:
"Skynsamt fólk þarf að setjast niður og leysa þessi vandamál"
Því miður verður maður að taka undir með honum í því mati hans að það hafi ekki verið tilfellið hingað til.
![]() |
Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Klára málið strax...
12.7.2008 | 14:14
Öll skattheimta á að vera einföld, gagnsæ og eins sanngjörn og hægt er. Hálflausnir eins og þessi bjóða heim svindli og fúski. Réttast er að afnema þessi stimpilgjöld að öllu leiti af strax, sem myndi auka samkeppni á bankamarkaði meira.
Það væri fróðlegt að vita hvað það kosti að fylgjast með því hvort rétt sé að fólk uppfylli þessi skilyrði eða hvort fylgst verði með því yfirhöfuð.
![]() |
Markaðurinn glæðist lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin verður að ákveða sig í efnahagsmálum
11.7.2008 | 16:53
Það þýðir ekkert að hanga í fýlu með hendur í skauti. Tími ákvarðana og aðgerða í efnahagsmálum er fyrir löngu kominn og er ríkisstjórnin að kosta okkur almenning stórfé á degi hverjum með aðgerðaleysi sínu, misvísandi yfirlýsingum og ósamlyndi í hverju málinu á fætur öðru.
Stýrivextir eru himinháir og bætist fjármagnskostnaður við hækkanir vegna gengisfalls og hækkun á verði aðfanga. Veikir það samkeppnisstöðuna gagnvart erlendum aðilum, sem þurfa bara að eiga við hækkun á aðföngum. Leiðir það óhjákvæmilega til niðurskurðar á kostnaði, sem á íslensku heitir uppsagnir og þar með atvinnuleysi, eitt mesta böl hvers samfélags.
Grunnurinn að viðsnúningi er að taka stór erlend lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. Það er ekki nóg að tala um að ætla að gera það, það minnkar bara trúverðugleikann og virkar í snaröfuga átt ef það er svo ekki gert jafnharðan.
Styrking gjaldeyrisvaraforðans mun styrkja krónuna og minnka þar með verðbólguþrýsting, sem aftur er forsenda lækkunar stýrivaxta.
Seðlabankinn þarf að gefa út að stýrivextir muni lækka um leið og verðbólga fer að mælast eitthvað lægri en hún mælist núna og muni halda áfram að lækka, t.d. með því að gefa út að á meðan vaxtalækkunarferlið vari muni raunstýrivextir vera ákveðin tala, t.d. 1%. Ef stýrivextir eru neikvæðir er hætt við að fjármagnseigendur flýi í stórum stíl með inneignir sínar úr krónunni sem ylli enn frekara falli á gengi hennar, sem ynni á móti lækkun verðbólgunnar, þannig að það þarf að sjálfsögðu að fara með varúð í því ferli.
Maður hlýtur að spyrja sig af hverju sé ekki fyrir löngu búið að gera þetta og getur maður ekki komist að annarri niðurstöðu en að það sé vegna þess að Geir H Haarde, Árni Mathiesen, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G Sigurðsson geti náð samkomulagi.
Davíð stendur staðfastur með okurstýrivöxtum sínum og ber við trúverðugleika, sem Geir eyðileggur jafnóðum með yfirlýsingum um aðgerðir sem svo er ekki farið í og á eftir fylgir viðskiptaráðherra sem talar niður íslensku krónuna og þar með íslenskt efnahagslíf í hvert sinn sem hann fær tækifæri til þess.
Endurskoðun peningamálastefnunnar er algert forgangsatriði og gagnsæi við stjórn peningamála. Það myndi að sjálfsögðu kosta að skipta þyrfti um í brúnni í Seðlabankanum og til þess virðist Geir ekki hafa kjark til að fara í, meðan að Samfylkingin virðist tilbúin í þá aðgerð.
Skemmst er einnig að minnast þess að Björgvin G Sigurðsson hefur tekið jákvætt í hugmyndir Gylfa Magnússonar, dósents að meiri fagmennsku sé þörf við stjórn Seðlabankans.
En með áframhaldandi aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar virðist hörð lending og atvinnuleysi vera óumflýjanleg.
![]() |
Framsókn: Seðlabankinn taki erlent lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)