Algerlega frábært
24.8.2008 | 18:16
Til hamingju handboltalandsliðið, HSÍ, ÍSÍ og við öll.
Svo skal enginn segja að afreksstarf í íþróttum sé ekki góð landkynning.
Svo skal enginn segja að afreksstarf í íþróttum sé ekki góð forvörn
Svo skal enginn segja að afreksstarf í íþróttum þjappi þjóðinni ekki saman.
Það þarf enn meira fjármagn í afreksstarf til að efla það.
Það borgar sig fyrir þjóðina alla.
![]() |
Til hamingju Ísland! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við hljótum að fara að vakna
22.8.2008 | 17:35
Það er ekki hægt að skrifa neitt um þetta handboltalandslið og frammistöðu þess.
Maður hlýtur að fara að vakna af þessum draumi og tauta svo við sjálfan sig yfir kaffibollanum:
"Þetta er náttúrulega bara rugl."
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Helguvík skal það vera
22.8.2008 | 11:09
Í ágætu viðtali í Markaðnum í dag, þar sem Geir H Haarde fór yfir stöðu efnahagsmála frá sínum sjónarhóli og lýsti sofandahætti ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, tók forsætisráðherra af öll tvímæli um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í iðnaðaruppbyggingu.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun beita sér fyrir því að bjarga Reykjanesbæ frá þroti.
- Á kostnað Húsvíkinga.
Reykjanesbær er skuldugasta sveitarfélag landsins, ef langtímaleigusamningar og aðrar skuldbindingar eru reiknaðar á eðlilegan hátt.
Sjálfstæðismenn hafa stundað fimleikaæfingar með fasteignir sveitarfélagsins, þar sem þær eru seldar, metnar upp og endurleigðar eru rassvasakapítalismi af verstu sort og er Sjálfstæðismönnum nú loksins ljóst að feluleikurinn getur ekki haldið áfram án hjálpar.
Það er vonandi að Reykjanesbær nái að vaxa og dafna og styrkja rekstrargrundvöll sinn, minna væri það nú eftir fleirmilljarða ríkisaðstoð, en það er á engan hátt verjandi að það sé gert á kostnað landshluta þar sem fólksfækkun hefur verið viðvarandi, en fólksfjölgun hefur jú verið á Suðurnesjum undanfarin ár og atvinnustig þokkalegt
Ætli Reykjanesbær hefði fengið sömu meðhöndlun ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í meirihluta þar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Koma þörungar loftslaginu til bjargar?
19.8.2008 | 00:09
Það er afar spennandi að fylgjast með umræðunni um framtíðarorkugjafa samgöngukerfis heimsins.
Á ráðstefnunni Driving Sustainability sem haldin var hérna í Reykjavík í fyrravetur, var í mínu huga endanlega ljóst að bílar framtíðarinnar verða knúnir tengitvinnvélum, þeas rafmagnsmótorum og hleðslubatterýum auk þess sem bremsuorka bílsins verður nýtt til rafmagnsframleiðslu. Þar sem orkuþéttleiki batterýa er afar lítill munu bílar sem þurfa svo að fara yfir lengri veg verða að auki búnir rafli, knúnum af fljótandi eldsneyti eða gasi:
- Jarðefnaeldsneyti, með öllum þeim áhrifum sem það hefur á umhverfið, en sem betur fer eru vélarnar enn að þróast, sérstaklega gasolíuvélin (e:diesel), sem mun nýtast öðru eldsneyti þegar þar að kemur.
- Metani framleiddu úr þeim úrgangi sem er til á viðkomandi svæði, eins og gert er hjá Sorpu.
- Vetni, þar sem umhverfisvæn raforka er til staðar.
- Metanóli sem framleitt er úr þeim koltvísýringi sem til reiðu er á þeim svæðum sem umhverfisvæn raforka er til staðar.
- Jurtakolvetni, annaðhvort sem etanól eða jurtaolía.
- Þörungaolíu, sem brennt er annaðhvort í bensín- eða gasolíuvélum.
Metanið er komið í ágætan farveg hér á landi, í það minnsta hjá Sorpu og er einsýnt að ríkisvaldið verður að tryggja í gegnum skattkerfið að það verði allt nýtt á bíla. Það er ekki forsvaranlegt að það skuli ekki allt nýtt á bíla.
Ég hef takmarkaða trú á vetni. Það hættulegt við geymslu vegna hás þrýstings og er orkuþéttleikinn ekki nægjanlega hár við gasgeymslu í það minnsta. Hættan er kannski ekki mikil á nýjum bílum, en þegar þeir eldast og tæring hefst getum við endað með sprengjur á hjólum. Forsenda fyrir því að vetni sé umhverfisvænt er aðgengi að útblásturslausu rafmagni. Það er takmarkað í stórum ríkjum, svo fjöldaframleiðsla á vetnisbílum mun að líkindum seint borga sig. Lausnin er að auki afar dýr, þar sem kosta þarf innleiðingu alveg nýrra innviða í orkudreifingunni. En vetni getur alveg nýst við sérstakar aðstæður, þar sem hægt er að geyma það á öruggan hátt. Sérstaklega sé ég skipaflotann fyrir mér og verður spennandi að fylgjast með tilraunum í þá veru.
Metanólframleiðsla hefur lengi verið möguleiki hér á landi, enda til staðar umhverfisvæn raforka. Þar sem það er tilfellið, vind-, jarðgufu-, vatnsafls- eða kjarnorkurafmagn, er metanólframleiðsla áhugaverður kostur. Vandinn við metanólið er að það er eitrað og því mun vandasamara í meðhöndlun en venjulegt bensín og lífrænt eldsneyti. Líkurnar á því að metanól verði útbreidd lausn á heimsvísu er því kannski takmörkuð en þar sem hægt er að nýta það í stað bensíns getur það tæknilega og innviðalega auðveldlega komið í stað bensíns að öllu leiti eða hluta þar sem þær aðstæður eru, eins og hér á landi.
Jurtakolvetni hefur verið notað í Brasilíu um áratugi með góðum árangri. Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á þessa leið, en vandinn við hana er sú að í framleiðsluna, eins og hún er í dag, fara matvæli, sem skortur er af í heiminum. Er það því vart siðferðilega forsvaranlegt að nýta matvæli í þetta, auk þess sem mikið magn jarðefnaeldsneytis fer í framleiðslu á eldsneytinu, svo umhverfisávinningurinn er oft afar lítill, ef einhver. Hann er mikill í heitu löndunum, en sú leið sem Bandaríkjamenn fara er umhverfisneikvæð að stórum hlutum. Reyndar er verið að skoða nýtingu annara kolvetna en sæðis, eins og hálms, grass og annars lífræns úrgangs, en forvinna á þeim fyrir gerjun hefur þó hingað til verið afar dýr, orkufrek og kostað efnanotkun og þar með mengun, en margir aðilar vinna hörðum höndum að nýjum lausnum á þeim vettvangi. Líklegt er að etanól og jurtaolía muni leysa einhvern hluta jarðefnaeldsneytisins af hólmi, þar sem aðstæður eru til staðar og bruggefni ódýrt, enda hægt að blanda þessum afurðum saman og brenna á nákvæmlega sömu vélum og hægt að nýta þá innviði sem eru til staðar. Uppskerubrestur þarf því ekki að þýða einhver stórvandræði, bara meiri brennslu á jarðefnaeldsneyti.
Það sem ég tel þó algerlega víst að verði meginkeppinautur og meginarftaki jarðefnaeldsneytis á samgöngutæki eru þörungar. Ræktun þeirra krefst sólar og vatns, auk næringarefna og pláss. Hiti eykur svo afkastagetuna. Verið er að leita að og þróa þörunga sem framleiða vökva sem nýtist nánast beint til eldsneytisframleiðslu án mikillar vinnslu. Helsti kosturinn er einfaldleikinn. Þörungunum er hægt að dæla til og frá og hræra í þeim sem er afar orkuvæn aðferð og öll grundvallartækni framleiðslunnar er því velþekkt og einföld. Hátæknin liggur í þróun sjálfra þörunganna. Sumarnæturnar íslensku ásamt heitu og gnægð volgs vatns gerir okkar stöðu ákjósanlega til framleiðslu á þörungum og nóg er plássið. Tel til dæmis einsýnt að í nágrenni jarðgufuvirkjana verði staðsett þörungaeldi og vinnsla, þar sem kælivatnið er nýtt í þörungaeldið en gufan í eiminguna.
Einn stærsti kosturinn í mínum huga er sá að framleiðsla þörunga er vænlegust einmitt á þeim svæðum sem eru rík af olíu í dag. Því yrði ekki um eins stóra tilfærslu á völdum og yrði við aðrar breytingar og því líklegra að þetta komist pólitískt á koppinn án stórátaka. Það sem helst heldur aftur af útbreiðslunni er að rannsóknarstofur sem eru að þróa þörungana hafa þegar sótt um einkaleyfi á sínum vörum og geta þar með mjólkað þörungaframleiðendur að vild næsta áratuginn eftir að varan kemur á markað. Þær verða því að einhverju leiti í sömu stöðu og eigendur olíulinda í dag, enda þeir aðilar einna stórtækastir í fjárfestingum í þörungatækninni. Eðlilega, þeir vita hvað það eru miklir peningar í spilunum.
Þessi þróun mun auðvitað taka einhvern tíma, líklegast 20-30 ár, en þangað til verðum við að keyra þróunina í átt til tvíorkubíla, tvinnbíla, sem hægt er að færa yfir í umhverfisvænt fljótandi eldsneyti í þeim mæli sem það er til staðar.
Þetta er orðið allt of langt.
Atlaga að heilbrigðiskerfinu í vændum
18.8.2008 | 11:51
Það verður afar áhugavert að fylgjast með því hvort fólki verði gert heimilt að kaupa sig fram fyrir í röðinni á einkastofum úti í bæ eða úti í heimi og fá það svo endurgreitt hjá Tryggingastofnun, þ.e. almenningi, sem þarf að bíða í röðinni eins og hinir. Það er grundvöllurinn í málflutningi fjölskylduföðursins úr Hafnarfirði.
Hans helsta röksemd verður líklegast að Tryggingastofnun hefði hvort eð er greitt aðgerðina á endanum og varakrafa að hann fái greitt það sem þetta hefði kostað á Íslandi.
Ef niðurstaða málsins verður svo að hann fái það greitt, hvort heldur að það gerðist strax eða á þeim tíma sem hann hefði annars komist að, er hoggið fast að grundvelli íslenska heilbrigðis- og tryggingakerfisins, sem góð og breið sátt hefur verið um hjá öllum flokkum, nema helst Sjálfstæðisflokknum. Það kallaði á tafarlausa lagabreytingu. Ef EES samningurinn myndi valda svona stórskemmdum á íslensku velferðarkerfi, þyrfti að skoða þann samning alvarlega reyna að fá hann endurskoðaðan mtt þessa, því hér er um slíkt grundvallarmál í íslenskri samfélagsgerð að ræða.
Þetta er einmitt mál sem íhaldið hefur viljað fá upp, kannski ekki alveg strax. En málið er einmitt birtingarmynd þess hvað gerist ef heilbrigðiskerfið er hugsanalaust einkavætt og sett í einkarekstur.
Þess vegna fer um mann kaldur hrollur þegar maður hugsar til þess að íhaldið hefur skipað að ég held alla hæstaréttadómara Íslands. Suma umdeilt, svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Vill fá kostnað bættan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vantraust á alla borgarstjórn Reykjavíkur
17.8.2008 | 12:57
Það að 26,2% skuli styðja nýjan meirihluta B og D les ég sem vantraust og pirring út í það hvernig haldið hefur verið á málum í borgarstjórn Reykjavíkur hingað til, frekar en sérstakt vantraust á þann meirihluta sem tekur við á fimmtudaginn kemur. Það eru harðir stuðningsmenn viðkomandi flokka, vel innan við kjarnafylgi þeirra, sem styðja meirihlutann.
- Aðrir styðja ekki meirihlutann, sem er eðlilegt, enda ekki búið að kynna málefnasamning og mönnun embætta. Af hverju ætti maður að þakka fyrir jólagjöf fyrr en maður er búinn að opna, ef maður er fullur vantrausts?
44,5% taka ekki afstöðu til einstakra flokka, sem ég les sem að fólki sé nokk sama um hvaða flokkur sé við stjórn, það treystir einfaldlega engum flokki í borgarstjórn til að gera betur en hingað til. Fylgi Samfylkingarinnar er að talsverðum hluta ósk um að Tjarnarkvartettinn hefði getað tekið við. Það var jú aldrei möguleiki og þegar fólki verður það betur ljóst munu fylgistölur Samfylkingarinnar og Vg einnig breytast.
Nú reynir á Framsókn og Sjálfstæðisflokk að sýna að flokkarnir séu traustsins verðir og einnig þurfa borgarfulltrúar VG og S að sýna ábyrgð í sínum störfum til að endurreisa traust á borgarstjórninni í heild sinni fyrir næstu kosningar.
![]() |
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru VG auðtrúa eða klækjarefir?
15.8.2008 | 21:22
Sú saga sem Árni Þór Sigurðsson bar út í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær um að Ólafur F hefði verið tilbúinn til að víkja til að rýma fyrir Tjarnarkvartettinum getur verið merki um tvennt.
Annað hvort er borgarstjórnarflokkur VG auðtrúa eða klækjarefir og víla ekkert fyrir sér þegar kemur að stjórnmálum, þvert á allan fagurgalann.
Kannski er þetta blanda af hvoru tveggja.
Fram hefur komið að Ólafur F hefði verið tilbúinn að skoða að greiða fyrir meirihluta Tjarnarkvartettsins með því skilyrði að Óskar Bergsson krefðist afsagnar hans og byggi um leið til svarinn fjandmann Ólafs F úr sér, sem Ólafur F gæti svo hamast á með brigslyrðum út kjörtímabilið.
Það kom ekki til greina af hálfu Ólafs F að Tjarnarkvartettinn í heild sinni skoraði á hann. Ólafur var heldur ekki tilbúinn að segja af sér, heldur var hann tilbúinn til að taka Tjarnarkvartettinn í gíslingu, sömu gíslingu og íhaldið hefur verið í síðastliðna 203 daga, með því að víkja tímabundið frá.
Ólafur F má í sjálfu sér alveg vera með tilraunir til að hanna slíka atburðarás, það lýsir kannski best hans nálgun á stjórnmál, en það er alveg ótrúlegt að Árni Þór Sigurðsson skuli bera þetta yfirhöfuð á borð fyrir flokksmenn sína, Samfylkinguna, að maður tali ekki um Óskar Bergsson.
Halda VG virkilega í ljósi sögunnar að hægt hefði verið að treysta Ólafi F, fyrst hann var ekki tilbúinn að segja af sér eða er þetta hin endanlega birtingarmynd klækjastjórnmála VG?
Ég trúi því ekki að VG hafi verið tilbúin að gangast sjálfviljug í gíslingu Ólafs F og framlengja vitleysuna sem verið hefur í gangi síðustu 203 daga. Nei, það getur enginn viljað, er það?
![]() |
Framsóknarfélög styðja Óskar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæsileg byrjun á stórmótaferli Bergs Inga
15.8.2008 | 10:21
Bergur Ingi Pétursson stóð sig eins og hetja í sleggjukastinu í morgun. Hann hefur verið í mikilli framför og eðlilegt að menn nái ekki endalaust að bæta sig, en þetta er hans 6. besti árangur frá upphafi skv afrekaskrá FRÍ .
Maður þarf líka að hafa í huga að Bergur hefur ekki haft langan tíma að vinna út frá því að vera með öruggt Ólympíusæti, heldur verið að berjast við það fram á síðustu stundu að komast til Kína yfirhöfuð, sem hefur óneitanlega áhrif á það hvernig æfingarnar eru settar upp.
Ég er sannfærður um að þessi reynsla mun nýtast þessum 23 ára afreksmanni vel í framtíðinni og tel að hægt sé að panta strax flugmiða fyrir hann á stórmót næstu margra ára.
![]() |
Bergur Ingi kastaði 71,63 metra í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tjarnarkvartettinn var ekki möguleiki
14.8.2008 | 17:46
Nú er komið á hreint að meirihluti Tjarnarkvartettsins var aldrei möguleiki, enda báðir samstarfsmenn Ólafs F borið það til baka að hann hafi ætlað sér að segja af sér til að rýma fyrir Margréti Sverris.
Þannig að næsti leikur í stöðunni hlýtur að vera að kanna með hvaða hætti sé hægt að stjórna borginni með vitrænum hætti.
- Það er á ábyrgð allra kjörinna borgarfulltrúa. Til þess buðu þeir sig fram og undir þeirri ábyrgð verða þeir að standa. Allir.
Það verður víst ekki gert nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins, þótt hann hafi ekki sýnt af sér góða stjórnunarhæfileika á síðustu misserum. Við það verður fólk að sætta sig.
Vinstri Græn og Samfylkingin verða að svara því, hvernig þau sjá fyrir sér stjórn borgarinnar áður en þau gagnrýna aðra fyrir að reyna að finna fleti á því hvernig stjórna eigi borginni út kjörtímabilið.
Helst sæi ég fyrir mér þjóðstjórn með aðkomu allra framboða nema Ólafs F og verða VG og S að svara því hvort þau séu tilbúin til þess að taka þátt í henni.
Ef yfirlýsing VG og S um áhuga á slíku fyrirkomulagi kæmi fram, er komin upp ný staða að vinna úr.
![]() |
Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðstjórn í borgina
14.8.2008 | 09:52
Ef rétt er að borgin hafi verið stjórnlaus í 2-3 mánuði er það stóralvarleg vanræksla af hálfu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við því fyrst núna. Vanræksla sem mun fylgja Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið.
Best væri að Ólafur F segði af sér og hleypti Margréti Sverrisdóttur að aftur og Tjarnarkvartettinn tæki við stjórninni aftur. Það er þó ólíklegt að Ólafur F geri það, svo það eina rétta í stöðunni væri að Tjarnarkvartettinn settist niður með Sjálfstæðisflokknum og borgarfulltrúarnir spyrði sig einnar spurningar:
Hvernig ætlum við að stjórna borginni út kjörtímabilið?
Það bera allir borgarfulltrúar ábyrgð á því að þessari spurningu verði svarað.
- Allir -
Líka þeir sem standa vel í skoðanakönnunum og vilja gjarnan leika vörn til að halda fengnum hlut.
Það gera menn með því að mynda ekki fastan merihluta, heldur reyna að ná sáttum um sem flest mál, en una flokkunum að mynda breytilega meirihluta um einstök mál.
En allir flokkar verða að standa saman að fjárlagsáætlun borgarinnar. Það er lykilatriði.
![]() |
Samstarfið á endastað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |