Vantraust á alla borgarstjórn Reykjavíkur

Það að 26,2% skuli styðja nýjan meirihluta B og D les ég sem vantraust og pirring út í það hvernig haldið hefur verið á málum í borgarstjórn Reykjavíkur hingað til, frekar en sérstakt vantraust á þann meirihluta sem tekur við á fimmtudaginn kemur. Það eru harðir stuðningsmenn viðkomandi flokka, vel innan við kjarnafylgi þeirra, sem styðja meirihlutann.

- Aðrir styðja ekki meirihlutann, sem er eðlilegt, enda ekki búið að kynna málefnasamning og mönnun embætta. Af hverju ætti maður að þakka fyrir jólagjöf fyrr en maður er búinn að opna, ef maður er fullur vantrausts?

44,5% taka ekki afstöðu til einstakra flokka, sem ég les sem að fólki sé nokk sama um hvaða flokkur sé við stjórn, það treystir einfaldlega engum flokki í borgarstjórn til að gera betur en hingað til. Fylgi Samfylkingarinnar er að talsverðum hluta ósk um að Tjarnarkvartettinn hefði getað tekið við. Það var jú aldrei möguleiki og þegar fólki verður það betur ljóst munu fylgistölur Samfylkingarinnar og Vg einnig breytast.

Nú reynir á Framsókn og Sjálfstæðisflokk að sýna að flokkarnir séu traustsins verðir og einnig þurfa borgarfulltrúar VG og S að sýna ábyrgð í sínum störfum til að endurreisa traust á borgarstjórninni í heild sinni fyrir næstu kosningar.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað gerir strúturinn þegar hann sér hættu og getur ekki hlaupið í burtu

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það sama og Samfylking og VG. Neitar að vera með og axla abyrgð.

Gestur Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eiga sem sagt aðrir að axla ábyrgð á mistökum, óheilindum og tvöfeldni Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 

Ef jólagjöfin sem þú talar um er verklag og siðgæðissýn Framsóknarflokksins þá þakka ég pent og segi nei takk...sama og þegið. Maður gæti ælt

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í hverju er tvöfeldni Framsóknar fólgin?

Er það ekki tvöfeldni að tala um ábyrgð en neita um leið að taka þátt í stjórn borgarinnar, og koma svo með sjónarspil eins og S og VG og Árni Þór Sigurðsson komu með?

Gestur Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Já það er gott að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn trúi þessu.

Ómar Már Þóroddsson, 17.8.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hverju trúi þú Ómar Már og hvernig sérð þú stjórn Reykjavíkurborgar fyrir þér?

Gestur Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: 365

Ég persónulega ber fullt traust til þeirra aðila sem nú fara með völdin í borginni.  Hanna Birna er ærleg og skellegg, Óskar er fullur af keppnisanda og horfir fram á vegin og ætlar greinilega ekki að láta framfarabremsurnar hafa áhrif á sig.  Þarna er komið það teymi sem getur látið gott af sér leiða ef haldið er rétt á spöðunum.

365, 17.8.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er náttúrlega stórhlægilegt að taka könnun núna, og jafn stórhlægilegt að hlýða á Dag túlka niðurstöður sér í hag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband