Vandmeðfarin bankaleynd

Eins og mér þykir nauðsynlegt að upplýsingar um hinar að því er virðist siðlausu lánveitingar komi fram, verður samt sem áður að ríkja sá trúnaður sem nauðsynlegur er í bankaviðskiptum, til að þau geti farið fram á sem heilbrigðastan hátt.

Hver vill til dæmis leggja fram allar sínar viðskiptaáætlanir og rekstrarforsendur til banka sem lekur þeim strax þannig að allir keppinautar geta lesið þína stöðu og verðlagt sig miðað við hana, hækkað þannig sína álagningu, eða bolað þér af markaði?

Hið rétta ferli í þessu máli er að láta rannsóknarnefndir yfirfara lánabækur og önnur gögn hinna föllnu banka og birta það sem birta ber, eins og til dæmis þær upplýsingar sem fjallað hefur verið um.

En það er alveg ljóst að eftirlit með lánveitingum og starfsemi bankastofnanna sem eru á markaði þarf að vera með öðrum hætti, það hefur dýrkeypt reynslan kennt okkur, en trúnað við viðskiptavini verður einnig að virða - svo lengi sem allt er innan skynsamlegra marka - við megum ekki láta nornaveiðarnar ná algerlega tökum á okkur - þótt einhverjir hafi greinilega framið dýr og ósiðleg brot.


mbl.is Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegur málflutningur fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherra

Ef Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, er sá sem stýrir málsvörn Íslands gagnvart erlendum aðilum, eða kemur með einhverjum hætti að henni, er ekki nema von að illa gangi og Eva Joly telji sig knúna til að taka upp hanskann fyrir Ísland, aðstoðarmanni forsætisráðherra, Hrannari B Arnarssyni, til mikils ama.

Í kvöldfréttum RÚV, taldi fjölmiðlafulltrúinn hið eðlilegasta mál að ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu út og suður. Kristján - það er ekki eðlilegt að ríkisstjórnin sé stefnulaus!

Hvaða vitleysa er það að ekki sé hægt að standa að neinni málsvörn fyrr en búið er að ganga frá Icesave?

Sem betur er það ekki fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra sem á að standa að kynningu á okkar málstað gagnvart erlendum aðilum - það er utanríkisþjónustunnar og ætla ég rétt að vona að þar sé betur upplýst fólk að störfum.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð í vanda

Innihald og skilaboð þessarar góðu greinar Evu Joly hefði átt að vera skilaboð þau sem Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu átt að koma á framfæri persónulega á fundi með þeim aðilum sem Eva nefnir í grein sinni, forsætisráðherra breta, hollendinga, ESB og forstjóra IMF.

Menn hafa farið af bæ af minna tilefni.

Eins hafa ráðherrar tekið upp símann af minna tilefni en þessu. Auðvitað hefði aldrei átt að ganga frá Icesave samkomulaginu á embættismannastigi. Auðvitað er þetta mál sem hefði átt að ganga frá á æðsta stigi, milli forsætisráðherra.

En núna sitjum við í erfiðri stöðu - búin að skrifa undir - með fyrirvara um samþykki Alþingis - og hótun allra sem við treystum á um að enga hjálp sé að fá, samþykkjum við ekki þennan samning, sem við getum ómögulega staðið við, þegar allar aðrar skuldbindingar sem við neyðumst einnig til að taka á okkur eru teknar með.

Þetta eru hreinar pyntingar - öll sund virðast lokuð

Þess vegna sé ég ómögulegt annað en að samþykkja samninginn - eins ósanngjarn og slæmur og hann virðist - til að fá önnur lán afgreidd, en fara strax í endurupptöku málsins á grundvelli forsendubrests, sem samkomulagið gerir einmitt ráð fyrir.

Auðvitað eiga Jóhanna og Steingrímur að bregða sér af bæ og banka sjálf upp á í þeim viðræðum - og koma kannski við hjá Obama í leiðinni.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband