Ljósmæður fara fram á leiðréttingu - ekki kauphækkun

Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen á Kirkjuhvoli viðurkenndi í ræðustól í dag að ljósmæður væru að fara fram á leiðréttingu launa sinna, en sagði um leið að ekki væri svigrúm til að hækka laun eins og árferðið væri.

Ljósmæður eru ekki að fara fram á kauphækkun umfram það sem hjúkrunarfræðingar sömdu um, heldur leiðréttingu á því hvernig nám þeirra er metið til launa.

Á því er reginmunur hvort verið sé að fara fram á almenna kauphækkun umfram aðra launþega, eða hvort verið sé að fara fram á leiðréttingu mistaka.

Í því sambandi er rétt að minna á að hjúkrunarfræðingar standa með ljósmæðrum í sinni baráttu og viðurkenna þar með að þeir eigi rétt á því að hækka í samanburði við hjúkrunarfræðinga.

Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilu ljósmæðra:28.8.2008 10:33:41

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir kröfur Ljósmæðrafélags Íslands um aukið verðmat á háskólanámi. Stjórn Fíh minnir á fyrirheit þau sem sett voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti þar sem segir m.a.: „Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“.


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Semjið við ljósmæður

Við hjónin erum algerlega á steypinum, sett 10. september.

Miðað við það sem fram hefur komið er alveg ljóst að samninganefnd ríkisins verður einfaldlega að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað.

Ljósmæður eiga að fá sérnám sitt metið.

Minni á eftirfarandi úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

"Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta."

Miðað við þetta hafa samningamenn ríkisins ekkert umboð til annars en að leiðrétta þessi mistök og ber Árni Mathiesen fjármálaráðherra að koma þeim skilaboðum til skila.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Busar

Ég er illa sekur í busavígslumálum. Í gaggó settum við matarolíu í tómt laxerolíuglas og gáfum nokkrum 7. bekkingum. Einhverjir þurftu að fara af eðlilegum ástæðum á klósettið í næsta tíma og voru eðlilega illa hræddir. Man ekki hvort við gerðum eitthvað fleira, held ekki.

Maður skammast sín fyrir svona lagað núna, en þegar ég kom í nemendaráð FSu fundum við betri leið að bjóða nýnema velkomna, en áður höfðu subbulegar vígslur átt sér stað þar, sem við vildum stoppa.

Busarnir voru boðnir upp.

Þeir sem áttu hæsta boð áttu þá í viku og áttu að þjóna eigendum sínum, innan allra velsæmismarka, láta þá bera fyrir sig töskur, fara í sendiferðir oþh. Algert skilyrði var að fíflalætin mættu ekki bitna á náminu og skróppunktar busanna voru settir á eigendurna sem ullu skrópunum.

Á þennan hátt kynntust nýnemarnir eldri nemendum á fljótlegan og skemmtilegan hátt og ég man ekki betur en að þetta hafi verið græskulaust, fyrir utan einstaka skróp.


FL 2 - hver er ábyrgð stjórnarmanna?

Það er skrítið að fylgjast með skýringum á því hvernig farið hefur verið inn í almenningshlutafélög og þau ryksuguð að innan, ef marka mál þetta myndband, sem einhver hefur tekið saman.

Það sem fær mann til að staldra við er ábyrgð stjórna fyrirtækja gagnvart hluthöfum og lögmæti ákvarðana, þegar ákvarðanir virðast teknar framhjá stjórnum.

Þegar maður kaupir hlutafé í félagi sem er skráð í kauphöll væntir maður þess að það sé varið með ákveðnari og stífari reglum en í óskráðum félögum og eftirlit með starfsemi þess sé meiri en ella.

  • Getur virkilega verið að Hannes Smárason hafi ritað fyrirtækið einn?
  • Þurfti ekki meirihluta stjórnar til að rita fyrirtækið og samþykkja meiriháttar ákvarðanir?
  • Ef fleiri stjórnarmenn rita fyrirtækin, hverjir skrifa upp á gjörningana, en hlaupast svo frá þeirri ábyrgð?
  • Ætla hluthafar að láta það yfir sig ganga að stjórn hlaupi einfaldlega frá ábyrgð sinni og láti fyrirtæki og hlutafé eftir í höndum á fólki sem það vantreystir greinilega sbr yfirlýsingar stjórnarmanna og fv forstjóra?
  • Hefur Kauphöllin engu hlutverki að gegna?

Ef hluthafar geta ekki varið hendur sínar í gegnum hlutafélagalög og lög um kauphallarviðskipti þarf að fara undir eins í endurskoðun þeirra laga.

- Hér er verðugt verkefni handa viðskiptaráðherra.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband