Semjið við ljósmæður

Við hjónin erum algerlega á steypinum, sett 10. september.

Miðað við það sem fram hefur komið er alveg ljóst að samninganefnd ríkisins verður einfaldlega að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað.

Ljósmæður eiga að fá sérnám sitt metið.

Minni á eftirfarandi úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

"Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta."

Miðað við þetta hafa samningamenn ríkisins ekkert umboð til annars en að leiðrétta þessi mistök og ber Árni Mathiesen fjármálaráðherra að koma þeim skilaboðum til skila.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heyr heyr þarna er ég svo innilega sammála, maður er fyrir langa löngu farinn að spyrja sig.  hver eru manngildi þessarar ríkisstjórnar, ekki nóg með að þetta sé í sáttmálanum. Öll þessi velferðarmál eru í þvílíkum ólestri hjá þessari ríkisstjórn. Ekki þarf að ræða hvernig skólamálin eru, mannekla í nánast hverju því sem snýr að velferðarmálum. Fátæktin grasserandi um þvera og endilanga Reykjavík, síðan ljósmæður, sjúkraliðar og yfirleitt allt verkafólk. Fyrir utan okkur öryrkjana sem og aðra bótaþega.

Eiríkur Harðarson, 3.9.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Heyrðu mig nú Gestur ...... Af hverju býstu við því að þessi ríkisstjórn efni þetta atriði stefnuyfirlýsingarinnar frekar en önnur. Ég held að stefnulýsingin hafi verið svona einhver pappír sem kom í staðinn fyrir hina raunverulegu stefnu. "Við ætlum að vera mikið í útlöndum og koma öllu á kaldakol sem fyrst"

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 3.9.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eiríkur: Það er vonandi að ríkisstjórnin geti tuðlast til að skilgreina lágmarksframfærslu, sem hægt er að vinna áfram með.

Jónas: Maður getur vonað...

Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband