Svona... hættið þessu... verið vinir... þegiði...

Ef Geir H Haarde hefði verið að tala við smábörn hefði hann notað þessi orð til að koma boðskap sínum á framfæri. Hann þurfti aftur á móti að nota 15 mínútur til að segja trúnaðarmannafundi íhaldsins í borginni það sama. Að því loknu vildi hann sem sagt slíta fundi, svo allt færi ekki upp í loft. Ég get amk sé aðra ástæðu til þess að hann hafi viljað það.

Geir ætlar sem sagt ekki að hreinsa loftið í flokknum og því mun sjóða upp úr pottinum seinna, því ekki hefur verið lækkað undir pottinum, heldur lokinu bara svona rétt lyft til að hleypa suðunni og gufunni út.

Maður fer nú að hugsa hvort þetta með frelsi einstaklingsins í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sé í huga formannsins skrifað með stórum staf og sé frelsi Einstaklingsins til að setja restinni af Flokksmönnum línuna.


mbl.is „Hætta að takast á við fortíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband