Svona... hættið þessu... verið vinir... þegiði...

Ef Geir H Haarde hefði verið að tala við smábörn hefði hann notað þessi orð til að koma boðskap sínum á framfæri. Hann þurfti aftur á móti að nota 15 mínútur til að segja trúnaðarmannafundi íhaldsins í borginni það sama. Að því loknu vildi hann sem sagt slíta fundi, svo allt færi ekki upp í loft. Ég get amk sé aðra ástæðu til þess að hann hafi viljað það.

Geir ætlar sem sagt ekki að hreinsa loftið í flokknum og því mun sjóða upp úr pottinum seinna, því ekki hefur verið lækkað undir pottinum, heldur lokinu bara svona rétt lyft til að hleypa suðunni og gufunni út.

Maður fer nú að hugsa hvort þetta með frelsi einstaklingsins í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sé í huga formannsins skrifað með stórum staf og sé frelsi Einstaklingsins til að setja restinni af Flokksmönnum línuna.


mbl.is „Hætta að takast á við fortíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gestur þetta er fram sett hingað inn, algerlega óábyrgt og án allrar þekkingar.

Hleypur eftir sögusögnum algerlega óstaðfestum.  Við sem vorum á téðum fundi vitum betur.

EF þú telur þetta þér samboðið, þa´þú um það en hver dæmi sjálfan sig.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.10.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Mæl þú manna heilastur Bjarni.

Örvar Már Marteinsson, 20.10.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bjarni: Fulltrúar ykkar í borgarstjórn hlaupa algerlega óábyrgt og án allrar þekkingar fram með ásakanir um að borgarfulltrúi Framsóknar sé að ganga erinda tiltekinna manna sem hafa í ykkar augum framið þann glæp að styðja og jafnvel kjósa Framsóknarflokkinn. Ef þú telur það þeim samboðið, þá þú um það, dæmi hver fyrir sig.

En þú hefur rétt fyrir þér, ég var ekki á fundinum og hlustaði á fréttaflutning af fundinum og las bréf sem send voru Agli Helgasyni.

Gestur Guðjónsson, 20.10.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband