Össur í austrinu

Ja mikil er hræsni Samfylkingarinnar ef hún ætlar sér að fara að stuðla að virkjunum og álverum í Indónesíu. Ekki að ég hafi neitt á móti því að álframleiðsla heimsins verði knúin sem mest með endurnýjanlegum orkulindum, en þetta er þvílíkt NIMBY viðhorf að maður á varla orð.

Fyrir kosningar gaf Samfylkingin út ritið Fagra Ísland og með vísan til þess segir umhverfisráðherra að við Íslendingar eigum ekki að óska eftir framhaldi á íslenska ákvæðinu. Þetta er sama Samfylking sem er að standa að leit að olíu, en um leið sama Samfylking sem er á móti olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og sama Samfylking sem vill auka útblástur vegna áliðnaðar, bara ekki á Íslandi!


mbl.is Össur: Gríðarlegur áhugi á samstarfi Indónesa og Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband