Umhverfismál, ferðaþjónusta og iðnaður

Þegar andstæðingar iðnþróunar eru spurðir út hvað þeir vilji gera fyrir byggðarlögin hefur svarið yfirleitt verið "eitthvað annað en stóriðja", með vísun í umhverfisáhrif hennar. Þegar gengið er á eftir svari, koma fram hugmyndir um opinber störf og aukina ferðaþjónustu. Uppbygging ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur skapað miklar gjaldeyristekjur og er orðin ein af stoðum íslensks efnahagslífs. En ferðaþjónustan hefur líka mikil umhverfisáhrif.

Flugsamgöngur eru mjög mikill og vaxandi orsakavaldur CO2 losunar. Vegna þess að flugið eykst svo ört, verða áhrif þess á loftslagið brátt meiri en áhrif fólksbílanna á heimsvísu, og gert er ráð fyrir að álagið verði orðið tvöfalt meira árið 2030. Flug er ekki tekið með í Kyoto bókunina og ekki heldur millilandasiglingar.

 Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur á þar síðasta þingi kom fram að:

"Árið 2003 var losun frá eldsneyti sem selt var til alþjóðaflugs og alþjóðasiglinga á Íslandi, sem svarar um 514.000 tonnum af koldíoxíð-ígildum, eða sem svarar 17% af heildarlosun Íslands. Losun vegna brennslu eldsneytis til alþjóðasiglinga jókst um 81% frá 1990 til 2003 og losun vegna brennslu eldsneytis ætlað alþjóðlegu flugi jókst um 50% á sama tímabili"

Síðan þá hafa umsvif í flugi bara aukist. Sala á eldsneyti til skipa í alþjóðasiglingum er hverfandi, svo langstærstur hluti þessarar losunar kemur frá fluginu. Iðnaðarferlar, þmt stóriðjan losar í dag um 960 þús tonn, þannig að flugið, fram og til baka er að menga svipað og öll stóriðjan!

Að auki kemur svo losun vegna aksturs með ferðamenn á jörðu niðri.

Evrópusambandið hefur áttað sig á þessu máli sbr þetta

Auk þessa verður einnig að taka tillit til þess að ferðamenn vilja að sjálfsögðu sjá okkar helstu náttúruperlur, sem eru um leið viðkvæmar. Þannig að hagsmunir ferðamennsku, náttúruverndar og umhverfisverndar fara ekki alltaf saman. Það var með þetta að leiðarljósi sem Framsókn setur þetta mál sérstaklega á sína stefnuskrá og boðar mótun landnýtingarstefnu, m.a. fyrir ferðaþjónustuna. Markmið þeirrar stefnu verði að skilgreina þau svæði sem ferðaþjónustan geti nýtt til framtíðar.  Slík stefna er forsenda fjárfestinga í markaðssetningu og uppbyggingu innviða sem mega ekki eiga á hættu að svæðin verði tekin til annarra nota fyrirvaralaust.

Öll mannana verk hafa áhrif á umhverfið og andrúmsloftinu er sama hvaðan mengunin kemur. Framsókn hefur ástundað ábyrga umhverfisstefnu, með virðingu fyrir náttúrunni um leið og virðingin fyrir fólkinu í landinu er í hávegum höfð.


Bloggfærslur 24. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband