Stefnubreyting Helga Hjörvar

Helgi Hjörvar ritar undaurfurðulega grein í 24 stundir um helgina, sem hann kallar Fagra Ísland. Þar reynir hann að eigna Samfylkingunni allt það góða sem gerst hefur í umhverfismálum undanfarið og sverja af sér allt annað.

Nafnlaus síða, huslesturinn.blogspot.com svarar honum vel og hrekur málflutning hans lið fyrir lið. Ég hef engu við það svar að bæta.


Undarleg stjórnsýsla við sölu eigna ríkisins

Ætli Morgunblaðið eða RÚV muni spyrja Árna M Mathiesen um þessa frétt, sem birtist á www.dv.is?

"Fjárfestingarfélagið Háskólavellir hefur fest kaup á tæplega 1700 íbúðum á varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði án þess að kaupin hafi farið eftir hefðbundnum reglum um sölu ríkiseigna. Að félaginu standa m.a. Glitnir, fasteignafélagið Þrek, fjárfestingafélagið Teigur, Sparisjóðurinn í Keflavík og fasteignaþróunarfélagið Klasi, sem Þorgils Óttar Mathiesen er í forsvari fyrir. Keyptu Háskólavellir íbúðirnar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Heildarvirði samningsins er um 14 milljarðar króna."


Bloggfærslur 20. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband