Undarleg stjórnsýsla við sölu eigna ríkisins

Ætli Morgunblaðið eða RÚV muni spyrja Árna M Mathiesen um þessa frétt, sem birtist á www.dv.is?

"Fjárfestingarfélagið Háskólavellir hefur fest kaup á tæplega 1700 íbúðum á varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði án þess að kaupin hafi farið eftir hefðbundnum reglum um sölu ríkiseigna. Að félaginu standa m.a. Glitnir, fasteignafélagið Þrek, fjárfestingafélagið Teigur, Sparisjóðurinn í Keflavík og fasteignaþróunarfélagið Klasi, sem Þorgils Óttar Mathiesen er í forsvari fyrir. Keyptu Háskólavellir íbúðirnar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Heildarvirði samningsins er um 14 milljarðar króna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvað er "þróunarfélag Keflavíkurflugvallar?"

Þórbergur Torfason, 20.11.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eins og ég hef skilið það fyrirbæri er það sjálfstæð einkavæðingarnefnd sem hefur það hlutverk að koma þeim eigum sem kaninn skildi eftir á Keflavíkurflugvelli í verð.

sjá nánar á http://www.kadeco.is/

Gestur Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvert rennur söluandvirðið?

Þórbergur Torfason, 20.11.2007 kl. 12:17

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef allt er eðlilegt ætti það að renna í ríkissjóð, en samkvæmt samningi á andvirði þeirra eigna sem seldar verða fyrstu 2 árin að renna til félagsins, sem er ekki hægt að skilgreina annað en byggðastyrk til Reyknesinga

Gestur Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband