Enn ein stefnubreytingin í umhverfismálum Samfylkingarinnar?

Kristján L Möller vill að sótt verði um undanþágu frá losunartakmörkunum frá íslenska flugflotanum. Eins og ég hef rakið áður, losar hann um það bil það sama og öll íslenska stóriðjan sem Samfylkingin var svo mikið á móti, amk fyrir kosningar.

Þetta er á engan hátt í samræmi við yfirlýsingar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar sem vill ekkert íslenskt ákvæði um losun gróðurhúsalofttegunda, engar undanþágur, sem er ekki í samræmi við vilja iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar sem vill hefja leit að olíu og áframhaldandi uppbyggingu, að maður tali nú ekki um vilja forsætisráðherra sem vill framhald stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar.

Ef blaðamannastéttin ber einhverja viðringu fyrir sjálfri sér, ætti hún að komast að því hverja af þessum meintu stefnum Samfylkingarinnar formaður Samfylkingarinnar telji að sé stefna Samfylkingarinnar. Það er í það minnsta ekki Fagra Ísland sem virðist vera ofaná. Ætli það sé með Fagra Ísland eins og annað hjá Samfylkingunni, bara plat þar sem Samfylkingin er komin í ríkisstjórn, eins og Helgi Hjörvar lýsti því?


Bloggfærslur 23. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband