Andsamfélagslegur áróður VG

Enn á ný sýna þingmenn VG að þeir hafa fullan hug á að grafa undan þeirri samfélagsgerð sem íslenska samfélagið byggist á. Nýjasti vitnisburðurinn er fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur um kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla.

Spyr hún um hvað átt sé við með því þegar starfshættir grunnskólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi og hvort ráðherra telji kristið siðgæði að  eitthvað frábrugðið almennu siðgæði, eins og því sem trúlausir, hindúar, múslimar, ásatrúarmenn og fólk annarra trúarbragða aðhyllist og spyr í framhaldinu hver sé ástæða þess að ein trúarbrögð skuli tiltekin og einn siður.

Í spurningunni felst það viðhorf þingmannsins að kristin trú eigi ekki að vera ríkistrú Íslendinga og siður Íslendinga eigi ekki að byggjast á kristnum gildum.

Ég geri mér fulla grein fyrir því sem kristinn einstaklingur að ég er vanhæfur til að taka hlutlausa afstöðu, en það eru í rauninni allir þannig séð. En meðan 90-95% þjóðarinnar aðhyllist kristna trú, þarf að hafa afar skrýtna sýn á lýðræðið til að geta séð út úr því að sá yfirgnæfandi meirihluti eigi engu að fá ráðið um siðinn í landinu, heldur eigi kallandinn í eyðimörkinni að fá að stjórna. Kristin trú boðar umburðarlyndi, þám gagnvart hinum "vantrúuðu", en það felur ekki þar með í sér að gefa eigi allt eftir gagnvart öðrum trúarbrögðum og siði.

Þetta er sama viðhorf og kommúnistar Sovétríkjanna höfðu og virðist enn lifa góðu lífi hjá VG. Hvernig gekk með siðinn þar, manngæskuna, umburðarlyndið og virðinguna fyrir mannslífum, þar?


Bloggfærslur 28. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband