Var innfjarðarferja skoðuð sem möguleiki?

Með göngum undir Hrafnseyrarheiði er Arnarfjörðurinn eftir sem farartálmi milli norður- og suðursvæðisins á Vestfjörðum. Hægt væri að koma á ferjusiglingum milli Hrafnseyrar og Bíldudals, amk meðan að möguleiki á göngum undir fjörðinn eða fyrir hann væru skoðuð, ákvörðuð, hönnuð, boðin út og byggð.

Tíðar ferjusiglingar yfir Arnarfjörð, sem er stutt sigling, kæmu svæðunum í afar gott vegasamband með til þess að gera litlum tilkostnaði, amk ef miðað er við göng.

Samgöngubætur þarf að gera á milli þessara staða óháð því hvort olíuhreinsistöð verður byggð eður ei og það sem fyrst.


mbl.is Jarðgöng undir Arnarfjörð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið stríð í Sjálfstæðisflokknum?

Manni gæti sýnst að það hafi brotist út opið stríð innan Sjálfstæðisflokksins.

Sexmenningarnir í borginni vildu nýta sér REI-málið til að grafa undan Villa og koma honum á endanum frá, gengu á fund Þorgerðar og Geirs og klöguðu hann fyrir einleik. Það virkar þannig á mann að þau viljað fá leyfi flokksforystunnar til að víkja honum til hliðar en ekki fengið. Restin er öllum ljós, alger trúnaðarbrestur varð, meirihlutinn sprakk og sexmenningarnir földu sig á bak við meinta prinsippafstöðu Sjálfstæðisflokksins í samvinnu hins opinbera og einkaaðila. Vildu sjá hugarfóstur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, REI, feigt til að bjarga sér.

Geir stóð sem sagt ekki með þeim í að vilja koma Villa frá og eftir standa sexmenningarnir með svartapétur fyrir að hafa gloprað völdunum í borginni úr höndum sér.

Nú er Landsvirkjun Power stofnuð, nánast sama uppstilling og REI, sem sexmenningarnir töldu algerlega á móti prinsippum Sjálfstæðisflokksins. Geir H Haarde kemur í fréttir og segir stofnun fyrirtækisins algerlega í samræmi við stefnu flokksins og sker þar með úr um að í hans huga séu fullyrðingar sexmenninganna um prinsipp Sjálfstæðisflokksins í REI málinu úr lausu lofti gripnar og staðfestir skilning flestra á samþykktum síðasta landsfundar flokksins. Hálmstrá sexmenninganna er sem sagt brostið.

Gagnsóknin frá Davíðsarminum kom nánast samstundis aftur: "Selja Landsvirkjun". Gamalkunnugt stef, sem vekur sterk viðbrögð víða og fælir fjölda atkvæða frá og hefur því verið vandlega falið í gegnum árin.

Þessi málflutningur kemur Geir afar illa og kemur honum í varnarstöðu í núverandi stjórnarsamstarfi. Þegar við bætist að Framsókn og VG eru algerlega á móti sölu Landsvirkjunnar og það væri mjög á móti almennri stefnu Frjálslyndra að vilja selja Landsvirkjun, hefur Sjálfstæðisflokkurinn fáar undankomuleiðir ef þessar raddir verða háværari. Hann málast út í horn og skilur Geir eftir í þröngri stöðu.

Við það getur Geir ekki unað lengi og fróðlegt að sjá hver þróunin verður og hvernig hann og Davíð spila næstu leiki. Það er að minnsta kosti ekki mikill jólabragur á Sjálfstæðisflokknum þessa dagana.

Uppfært 00:19: Sé að Borgar Þór, sonur Geirs svarar Gísla Marteini og Morgunblaðinu fullum hálsi í grein á Deiglunni. Þetta er líklegast bara rétt að byrja...


Bloggfærslur 19. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband