Var innfjarðarferja skoðuð sem möguleiki?

Með göngum undir Hrafnseyrarheiði er Arnarfjörðurinn eftir sem farartálmi milli norður- og suðursvæðisins á Vestfjörðum. Hægt væri að koma á ferjusiglingum milli Hrafnseyrar og Bíldudals, amk meðan að möguleiki á göngum undir fjörðinn eða fyrir hann væru skoðuð, ákvörðuð, hönnuð, boðin út og byggð.

Tíðar ferjusiglingar yfir Arnarfjörð, sem er stutt sigling, kæmu svæðunum í afar gott vegasamband með til þess að gera litlum tilkostnaði, amk ef miðað er við göng.

Samgöngubætur þarf að gera á milli þessara staða óháð því hvort olíuhreinsistöð verður byggð eður ei og það sem fyrst.


mbl.is Jarðgöng undir Arnarfjörð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er að mínum dómi afleit hugmynd og með henni farið afturábak til þess tíma þegar það gekk bátur á milli Bíldudals og Hrafnseyrar. Með þessu yrði bara tafið fyrir því sem á að gera strax og það eru göng stystu leið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar en ekki með krók út undir Þingeyri.

Síðan eru tveir möguleikar með Dynjandisheiði. Annað hvort að gera göng þar í gegn eða að yfirbyggja veginn á þeim köflum þar sem skaflar liggja, en það er ekki stór hluti af leiðinni.

Þegar þetta er komið kostar ekki nema 1-1,5 milljarða að gera flugvöll á Barðaströnd sem er opinn allan sólarhringinn allt árið. Vestfirðir komast aldrei almennilega á kortið á meðan stóran hluta vetrarins er aðeins hægt að fljúga þangað nokkrar klukkustundir á dag í góðu veðri.

Allir aðrir landshlutar hafa flugvelli sem hægt er að fljúga til jafnt á nóttu sem degi.

Ómar Ragnarsson, 20.12.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki að tala um ferju frá Þingeyri á Bíldudal, heldur akkurat frá Hrafnseyri á Bíldudal, þegar göngin undir Hrafnseyrarheiði verða komin.

Ferjuna þyrfti ekki að reka nema hluta ársins, þegar Dynjandisheiðin er lokuð, en hún hefði þau áhrif að svæðin sameinuðust samgöngulega séð.

En ef hægt er að leysa samgöngumálin með vegskálum eða viðlika er það örugglega hagkvæmasti kosturinn

Gestur Guðjónsson, 20.12.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband