Nethal - sniðug leið til að senda skjöl á milli
22.4.2007 | 21:51
Félagi minn er búinn að setja upp sniðuga þjónustu. Fría skráasendingu fyrir stór skjöl, allt að 500 MB. Þjónustan er einungis til sendinga innanlands og til sendinga frá Íslandi til útlanda, en ekki til landsins. Þess vegna er hægt að hafa hana gjaldfrjálsa, keyrða á auglýsingum.
Þú hleður skránni á netþjón þeirra, kerfið sendir tölvupóst á þann sem taka á við skjalinu. Móttakandinn fær sem sagt sendan tölvupóst með leiðbeiningum og slóð sem hann á að fara inn á. Þú getur náttúrulega líka sent skjalið á sjálfan þig ef þú ert t.d. að fara með kynningu á milli húsa.
Þannig þarf ekki að hlaða skjölunum inn í tölvupósta og senda, sem tekur pláss í tölvupóstþjónum og margir póstþjónar heimila bara takmarkaða stærð og ættu 500 MB að vera nóg fyrir flestar sendingar.
Mæli með þessu. Slóðin er www.nethal.net
Af mannavali á lista Íhaldsins
22.4.2007 | 16:22
Einhverju sinni voru þeir í framboði fyrir íhaldið, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal. Fóru þeir með öðrum frambjóðendum um héraðið og héldu fundi með frambjóðendum annarra flokka. Var Eggert Haukdal á þeim tíma í einu af sínu frægu dómsmálum, um landamerki að mig minnir og Árni Johnsen í vandræðum vegna ásakana um hrossaþjófnað í Þykkvabæ.
Lauk einn mótframbjóðenda þeirra máli sínu einhvern vegin á þessa leið: "Ef Eggert stelur landi og er í þriðja sæti, Árni hrossum og er í öðru sæti, hvað í veröldinni hefur Þorsteinn gert til að verðskulda efsta sætið?"
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ómar einn í skotgröfunum
22.4.2007 | 11:31
Ómar Ragnarsson telur nú að hann sé nánast eini umhverfisverndarsinninn sem sé í framboði. Fyrir það fyrsta er Ómar ekki umhverfisverndarsinni í sínum málflutningi. Hann talar fyrir náttúruvernd.
Í þessari færslu á heima síðu fer hann ófögrum orðum um þá sem ekki eru í íslandshreyfingunni
Talar hann niður auðlinda og nýtingarfrumvörpin, sem Jón og Jónína lögðu fram, sem ALLIR flokkar stóðu að því að semja, í sátt, en stjórnarandstaðan ákvað að segja sig svo frá málinu á lokasprettinum, að því að virðist vegna þess að þeir gátu ekki unað Framsókn að koma þessu góða máli í gegn. Málflutningur hennar um að til standi að rústa öllu á meðan á matinu standi heldur ekki vatni eins og skýrt sést á kortinu hér neðar á síðunni og birtist með grein Jónínu um málið. Um er að ræða 4 svæði sem allir flokkar hafa talað jákvætt um.
Hér er því ekki um neinn þykjustuleik að ræða. Ómar verður að koma sér upp úr skotgröfunum og ræða hvað hann vill og leggur til, annað en stórastopp og á hvaða forsendum. Ef grein Jónínu er lesin og kortið er skoðað, þá er alveg ljóst að af þeim kostum sem mögulega væri hægt að hefja framkvæmdir við, Svartsengi, Hellisheiði, Þjórsá og Kröflusvæðið, er afl þeirra þvílíkt að það líður langur tími þar til þörf er á að fara í önnur svæði. Hugsanlega verða djúpboranatilraunir komnar það langt þá að sú pressa verði enn minni. Þannig ætti að gefast góður tími til að fara yfir þau, þeas þau sem merkt eru með upphrópunarmerki. Hin á ekki að snerta og það er ósæmandi að gera fólki upp þann óheiðarleika að ætla þeim annað.
Ómar hefur ekki bent á margt sem ætti að koma í stað iðnþróunar í umræðunni annað en ferðaþjónustu. Nema að stöðnun og atvinnuleysi sé valkostur hjá honum ?
Hvernig ætlar hann að réttlæta þá losun á gróðurhúsalofttegundum sem fylgir ferðaþjónustunni, en það flugeldsneyti sem selt er hér á landi, veldur losun sem nemur helming núverandi losunar frá stóriðjunni. Þá eiga vélarnar eftir að komast til landsins. Sérstaklega í ljósi þess að verið er að gera tilraunir með keramikskaut, sem munu gera losun frá álverum hverfandi verða svörin að vera betri.
Niðurstaða mín er sú að Ómar er ekki að tala um loftslagsmál, eingöngu náttúruverndarmál og sá málflutningur er ekki umhverfisverndarmálflutningur.
Stórmerkt starf
22.4.2007 | 10:21
Orri Vigfússon hefur náð ótrúlegum árangri á sviði sem maður hefði annars haldið að væri nánast ómögulegt að ná árangri í. Að fá keypt réttindi sem mann fram af manni hafa verið nytjuð á þann hátt að allir séu ánægðir ber merki um aðferðafræði sem er til algerrar fyrirmyndar.
Að því að ég best veit, hefur hann ekki notið boða og banna neins staðar, heldur fengið þetta fram í frjálsum samningum og nú njótum við íslendingar þess að laxastofninn er nýttur á þann verðmætasta hátt sem hugsast getur. Við þau sem erum smituð af veiðidellu borgum hæstánægð of fjár til að veiða nokkra fiska og sameinast náttúrunni um leið, í stað þess að þeim sé mokað þessu gleðilítið upp með netum.
![]() |
Orri Vigfússon hlýtur helstu verðlaun baráttufólks fyrir verndun umhverfissins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |