Af mannavali á lista Íhaldsins

Einhverju sinni voru þeir í framboði fyrir íhaldið, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal. Fóru þeir með öðrum frambjóðendum um héraðið og héldu fundi með frambjóðendum annarra flokka. Var Eggert Haukdal á þeim tíma í einu af sínu frægu dómsmálum, um landamerki að mig minnir og Árni Johnsen í vandræðum vegna ásakana um hrossaþjófnað í Þykkvabæ.

Lauk einn mótframbjóðenda þeirra máli sínu einhvern vegin á þessa leið: "Ef Eggert stelur landi og er í þriðja sæti, Árni hrossum og er í öðru sæti, hvað í veröldinni hefur Þorsteinn gert til að verðskulda efsta sætið?"


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En mest er um vert að Sunnlendingar fá ekki svo mikið sem aðkenningu að velgju við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir mannvalið í efstu sætum. Hvað þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að vera lélegir pappírar til að kjósendur snúi við þeim bakinu?

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Segir það sig ekki nokkuð sjálft, þeir þurfa að vera minna traustvekjandi en mótframbjóðendur þeirra.  Það hefur aldrei borgað sig að gera lítið úr kjósendum eða að telja þá lítt greinda eða grunnhyggna, það kemur yfirleitt í bakið á fólki og flokkum.

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 16:58

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Góður

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband