Mismunandi umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á "Jónínumálinu"

Umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á málum kærustu sonar Jónínu Bjartmarz er sláandi mismunandi. Stöð 2 fer yfir þann lagaramma og verklag sem viðhaft hefur verið um úthlutun ríkisborgararéttar í heild sinni, fjölda sem fær mál sitt afgreitt hjá Dómsmálaráðuneytinu, um 1.000 og hve mörg mál fara fyrir Alþingi og hvernig þau eru. Þriðjungur þeirra sem fær ríkisborgararétt frá Alþingi hefur dvalist skemur en í 2 ár. Eitthvað var líka misjafn fjöldinn sem fékk jákvæða afgreiðslu, 31 hjá Stöð 2 og 18 hjá RÚV.

RÚV er greinilega í vondum málum og reynir að gera málið áfram tortryggilegt og gerir enga tilraun til að skapa heildarsýn á málið. Fréttastofan blandar saman umfjöllum um þetta tiltekna mál og umfjöllun um hvort þessi aðferð við veitingu ríkisborgararéttar sé almennt heppileg. Ragnar Aðalsteinsson, sem eingöngu hefur reynslu af málum flóttamanna er dreginn inn á sviðið, en aðeins lítill hluti þeirra umsókna sem fara til Dómsmálaráðuneytisins og Alþingis eru frá flóttamönnum og gefur hann umsögn, sem á því ekki við um málaflokkinn almennt. Að sjálfsögðu á og ber að ræða í þaula hvort þetta fyrirkomulag sé heppilegt, en RÚV reynir að slá ryki í augum fólks með því að fjalla í belg og biðu um það og þetta tiltekna mál.

Kolbrún Halldórsdóttir, áheyrnarfulltrúi í allsherjarnefnd, segir að málið vekji upp spurningar um vinnubrögð Jónínu. Hvaða spurningar vekja þau, um hvaða vinnubrögð er hún að tala? Alveg óþarfi að spyrja um það greinilega. Það er kominn stjórnmálamaður sem er til í að tala í þeim tón sem þeim hentar og það notað, þótt hún hafi ekkert komið að afgreiðslu málsins og enga athugasemd gert við afgreiðslu þess. Allir sem um málið fjölluðu hafa lýst því yfir að þeir þekktu ekki til þessara tengsla og því Þetta eru ómerkilegar pólitískar keilur sem hún reynir að slá og verður sjálfri sér til minnkunar fyrir vikið.

Jónína mætti svo í viðtal hjá Helga Seljan fv kosningastjóra Samfylkingarinnar í NA kjördæmi, sem sýndi henni fádæma dónaskap og ruddaskap, greinilega vitandi upp á sig sökina. Hún fór yfir aðalatriði málsins: Hún leiðbeindi stúlkunni, passaði sig á því að koma hvergi nærri afgreiðslunni og stúlkan fékk afgreiðslu eins og fjöldinn allur af einstaklingum sem hefur farið þessa leið á undan henni. Helgi varð, eins og Jónína benti réttilega á, sjálfum sér og RÚV ohf til skammar. Ég er ekki hlutlaus en svona sé ég þetta.

Eftir viðtalið stóð drengurinn upp, strunsaði út og út úr húsinu í bræði og sá ég þrumskýi bregða fyrir þar sem ég sat í stofunni hjá tengdó í Miðleitinu.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Páls Magnússonar við vinnubrögðum undirmanna sinna. Spurning hvort það sé hægt að selj'ann?


Bloggfærslur 27. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband