Enginn ráðherra af landsbyggðinni?

Eftir því sem ég hugsa meira um það býst ég frekar við því að ráðuneytunum verður fækkað, þar sem ráðherrakapall Samfylkingarinnar gengur varla upp öðruvísi. 9 ráðuneyti, 5 til Sjálfstæðisflokks og 4 til Samfylkingarinnar, Forsætis-, utanríkis-, fjármála-, innanríkis-, atvinnuvega-, umhverfis og auðlinda-, menntamála-, félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti.

Væri það í samræmi við tillögur Framsóknar í þeim efnum, en Samfylkingin hefur verið óhrædd við að taka stefnumál þaðan. Eðlilega.

Væru ráðherrarnir því fyrir Sjálfstæðisflokk

Geir H Haarde, Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín, Björn Bjarnason og Guðfinna Bjarnadóttir

Fyrir Samfylkingu

Ingibjörg Sólrún, Össur, Jóhanna og Ágúst Ólafur.

Væri því um hreina höfuðborgarstjórn að ræða og landsbyggðarþingmennirnir settir í formennskur nefnda til málamynda.


Húsnæðiseigendur allra landa sameinist

Nú hlakkar í bönkunum. Þeir sjá fram á að Íbúðalánasjóður verði seldur umyrðalaust og framlög til samkeppnismála dregin saman. Til bölvunar fyrir alla húsnæðiseigendur, þó sérstaklega úti á landi.

Líklegast verður þessarar stjórnar minnst, ef Geir er ekki að fífla ISG á leið sinni til VG, sem stjórnarinnar sem lagði landsbyggðina í rúst. Íbúðalánasjóður er ein sú mikilvirkasta byggðastofnun sem komið hefur verið á stofn, þar sem kjör og aðgengi að fjármagni er það sama um allt land, með mannúðlegum greiðsluaðlögunarmöguleikum og góðum kjörum. Það mun allt breytast þegar bankarnir eru orðnir einir á markaði. Afnám stimpilgjalds gæti hugsanlega minnkað áhrifin eitthvað á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi verður fólki gert ómögulegt að fjármagna húsnæðiskaup.


mbl.is Telur að ný „viðreisnarstjórn" verði fjármálamörkuðum hagfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar að bjarga forsetaembættinu?

Með því að fara fram með eðlilegum hætti við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar til Geirs H Haarde er hann vonandi að bjarga forsetaembættinu frá því að Sjálfstæðisflokkurinn holi hlutverk embættisins algerlega að innan.

Sá ventill sem forsetaembættið er í stjórnskipuninni er algerlega nauðsynlegur, sama hvaða einstaklingur gegnir því. Í fjölmiðlamálinu þótti mörgum forsetinn misnota vald sitt, ætla ekki að fjalla um það hér, en með þessum gjörningi ættu raddir Sjálfstæðismanna, sem byggðar eru á vantrausti til persónunnar sem gegnir embættinu að hljóðna. Vera má að skýra þurfi ýmis atriði, sérstaklega er varða þjóðaratkvæðagreiðslur, en hlutverk forsetans við myndun ríkisstjórnar er ótvírætt og bráðnauðsynlegt.


mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband