Niðurlæging varaformanns Samfylkingarinnar

Það er með ólíkindum að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar skuli ekki vera einn af innstu koppum í búri við stjórnarmyndunarviðræður og vera viðstaddur viðræðurnar á Þingvöllum. Varaformaður er staðgengill formanns og verður að geta komið inn í stað formanns komi eitthvað upp á. Í stjórnarsamstarfi verður að vera fullur sameiginlegur skilningur á því hvað í stjórnarsáttmála felst og sá skilningur fæst ekki með lestri sáttmálans sjálfs eingöngu, heldur og sérstaklega af þeim samræðum sem eiga sér stað við undirbúning hans, af hverju hlutirnir eru skrifaðir á þann hátt sem gert er og ekki síður hvað stendur ekki í honum og af hverju.

Það er eðlilegt og klókt af Ingibjörgu að hafa Össur með sér, en að útiloka og niðurlægja varaformann sinn með þessum hætti getur ekki verið eðlileg framganga.


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður Landsvirkjun ekki sett á sölu

Það er ekkert í stefnuskrá Samfylkingarinnar sem stendur á móti því að Landsvirkjun verði seld, en Sjálfstæðisflokkurinn setti það á sína stefnuskrá fyrir kosningar. Væri það ótrúlegt óheillaspor og sannaði hversu nauðsynlegt það hefði verið að fá auðlindaákvæðið inn í stjórnarskrána á síðasta þingi. Illu heilli stóð Samfylkingin í vegi fyrir því að sameign þjóðarinnar á auðlindum hennar væri tryggð í stjórnarskrá. Ætli það sé vegna þess að þetta stjórnarsamstarf hafi verið löngu undirbúið og málefnavinna langt komið að hún hafi gert það?

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband