Vonandi verður Landsvirkjun ekki sett á sölu

Það er ekkert í stefnuskrá Samfylkingarinnar sem stendur á móti því að Landsvirkjun verði seld, en Sjálfstæðisflokkurinn setti það á sína stefnuskrá fyrir kosningar. Væri það ótrúlegt óheillaspor og sannaði hversu nauðsynlegt það hefði verið að fá auðlindaákvæðið inn í stjórnarskrána á síðasta þingi. Illu heilli stóð Samfylkingin í vegi fyrir því að sameign þjóðarinnar á auðlindum hennar væri tryggð í stjórnarskrá. Ætli það sé vegna þess að þetta stjórnarsamstarf hafi verið löngu undirbúið og málefnavinna langt komið að hún hafi gert það?

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rifjaðu upp fyrir mig hvar Framsókn stendur í þessu og gerði í samflotinu með Sjálfstæðisflokknum. Getur verið að Framsókn hafi undirbúið söluna á fullu? Jóhannes nokkur? Og nú Magnússon-bróðir með formennsku og annar Magnússon bróðir í stól hjá Glitni tilbúinn að kaupa?

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það skal ég með gleði gera Friðrik. Á síðasta flokksþingi var samþykkt ályktun um að Landsvirkjun skuli vera í eigu ríkisins. Landsvirkjunarmenn, með nafna þinn Sophusson hafa viljað bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins með inntöku nýs fjármagns og bent á lífeyrissjóðina, en þær raddir hafa hlotið kaldar móttökur innan flokksins og þótti mönnum ástæða til að nefna það sérstaklega á flokksþinginu og rataði sú ályktun einnig inn í kosningastefnuskrána.

Gestur Guðjónsson, 19.5.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband